fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Sema Erla gagnrýnir kynningarherferð Hatara: „Það er ekki of seint að draga sig úr keppninni“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, telur það skammarlegt að Ísland hafi sent fulltrúa í Eurovision keppnina í ár vegna ástandsins á Gaza og átaka á milli Ísraela og Palestínumanna. Í færslu sinni á Facebook segir hún að þáttakan sé beinn þáttur í hvítþvotti ísraelskra stjórnvalda og ímyndarherferð þeirra í gegnum keppnina.

Þá gagnrýnir hún kynningarherferð Hatara, þar sem hljómsveitameðlimir sjást njóta veðurblíðunnar á meðan átökin eru í gangi. „Það er sorglegt að hugsa til þess að fulltrúar íslensku þjóðarinnar í Eurovision láti vel um sig fara á sólarströnd og undirbúi sig undir að sýna listir sínar á meðan gestgjafinn myrðir saklausa borgara í næsta nágrenni,“ segir Sema.

Sjá einnig: Í gúmmíklæðnaði í steikjandi sól 

Í gærkvöldi særðust fjórir ísraelskir borgarar og lét einn lífið eftir að sprengjum rigndi yfir Ísrael í gærkvöldi. Ísraelsher svaraði með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum .Talið er að alls hafi nú ríflega 430 eldflaugum verið skotið frá Gaza síðan í gær, en Ísraelsher segist hafa varpað og skotið sprengjum á yfir 200 skotmörk í Gazaborg á sama tíma. Fjórir palestínskir borgarar fórust í hefndarárásum Ísraela í gærkvöld, þar á meðal þunguð kona og ársgamalt barn hennar.

„Það er ekki of seint að draga sig úr keppni og sýna palestínsku þjóðinni raunverulegan stuðning í verki!“ segir Sema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi