fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

„Fyrirgefið orðbragðið, en djöfull er ég sammála“

„Hvaða máli skiptir stöðugleiki eða kaupmáttur hjá launafólki sem er á þannig launum að þau duga engan veginn fyrir þeim lágmarksframfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út?“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 19. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirgefið orðbragið, en djöfull er ég sammála Mikael Torfasyni að við eigum að skammast okkur hvernig við komum fram við þá sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í pistli á Pressunni.

Þar tekur Vilhjálmur undir með Mikael Torfasyni, rithöfundi og fjölmiðlamanni, sem gagnrýndi stjórnvöld harðlega í Silfrinu á RÚV í dag.

Sjá einnig: „Þegar við leggjumst á koddann í kvöld eigum við að skammast okkar“.

Mikael hefur látið sig fátækt á Íslandi varða að undanförnu og hafa þættir hans, Fátækt fólk, á Rás 1 á laugardögum vakið nokkra athygli. Í þættinum í dag benti Mikael á nokkur dæmi um fátækt á Íslandi og sagði sögur af Íslendingum sem standa höllum fæti fjárhagslega. Sagði Mikael að við ættum að skammast okkar þegar við leggjumst á koddann í kvöld.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness.

„Ég veit ekki hvað ég hef skrifað marga pistla og flutt ræður um að það er með ólíkindum að vera með lágmarkslaun og launataxta sem eru langt undir öllum neysluviðmiðum sem velferðaráðuneytið hefur gefið út,“ segir Vilhjálmur í pistil sínum.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að eina leiðin til að lagfæra þetta er að lögbinda lágmarkslaun og bætur almannatrygginga á Íslandi samkvæmt þessum lágmarksviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út, en takið eftir að foyrsta ASÍ hefur ætíð lagst alfarið gegn því að lögbinda lágmarkslaun á Íslandi sem er mér óskiljanlegt,“ bætir hann við.

„Svo tala þessir snillingar sem vilja óbreytt kerfi um að það skipti engu máli hversu margar krónur fólk fær í launaumslagið heldur sé það stöðugleikinn og aukinn kaupmáttur sem skiptir öllu máli,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að þetta sé bull og spyr: „Hvaða máli skiptir stöðugleiki eða kaupmáttur hjá launafólki sem er á þannig launum að þau duga engan veginn fyrir þeim lágmarksframfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út?“

Vilhjálmur segir að það sé frábært að vitundarvakning sé að verða í þessum málum, til dæmis með kosningu Ragnars Þórs Ingólfssonar sem formanns VR og með fjölmiðlaumfjöllunum, samanber þætti Mikaels í útvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik