fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Tara sakar Töru um svik: „Þú færð ekki að græða á neikvæðri líkamsmynd, átröskunum, fitufordómum og sársauka annarra“

Fókus
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 22:10

Törur takast á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„ÞETTA er vandamálið við „body positivity“ eða „bopo“ eins og við erum farin að kalla það. Mannréttindabarátta sem spratt undan jaðarsetningu og kúgun feitra líkama hefur verið útþynnt og markaðsvædd í þeim tilgangi að græða peninga,“ skrifar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, aktívisti fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum, á síðu sína á Facebook. Með færslunni lætur hún fylgja skjáskot af samfélagsmiðlum áhrifavaldsins og förðunarfræðingsins Töru Brekkan. Tara segir nöfnu sína blekkja fylgjendur.

„Hún nafna mín Tara Brekkan setti þennan „valdeflinga“-póst á fyrirtækjasíðu sína undir þeim formerkjum að við ættum að elska líkama okkar eins og þeir séu og eiga áhyggjulaust sumar frá óraunhæfum útlitsstandördum,“ skrifar Tara og meinar þessa færslu sem Tara setti á Instagram fyrir stuttu:

„Nema það að þessi sama nafna mín viðheldur þessum somu standördum og megrunarmenningunni á grófasta máta: Hún selur eitthvað megrunarkaffi undir nafninu „Skinny Coffee Club“ en fullyrðingarnar sem fylgja markaðssetningu þess eru m.a. þessar: „Læknisfræðilega sannað að fólk missi kíló“, „Sjáanlegur árangur á einungis viku“, „Afeitrar líkamann“, „Brennir fitu hratt og eykur efnaskiptin“, „Hjálpar við að viðhalda þyngd eftir þyngdartap“ og meira að segja er gengið svo langt að halda því fram að kraftaverkakaffið lækni exem! Fullyrðingarnar eru svo í bland við fyrir/eftir-myndir og árangurssögur,“ skrifar Tara og skýtur fast á Töru Brekkan:

„Þetta er snákaolíusala upp á sitt fínasta!“

Segir þetta óheiðarlega og blekkjandi viðskiptahætti

Tara segist vera búin að senda erindi á Neytendastofu vegna fyrrnefnds megrunarkaffis.

„Ég er búin að grannskoða vefsíðu Skinny Coffee Club og fb-síðu Törutrix. Ég sé enga tilraun til þess að sýna fram á neinar heimildir fyrir þessum ævintýralegu fullyrðingum. Engar! Ekki einu sinni þessar skitnu 12 manna „rannsóknir“ til 2 mánaða sem megrunarfyrirtæki eru vön að kaupa sjálf til að hafa allavega eitthvað í höndunum í þeim tilgangi að blekkja viðskiptavini sína. Ég sendi erindi á Neytendastofu vegna þessa í janúar sl. og vona að eitthvað fari að koma úr því. Það er alveg skýrt að samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðksiptaháttum og markaðssetningu, þurfa fyrirtæki að geta færst sönnur á fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum eða með öðrum hætti,“ skrifar Tara. Þá segist hún hafa reynt að ræða málin við nöfnu sína, án árangurs.

„Ég gerði einnig tilaun til að fá svör frá Töru í janúar áður en ég sendi erindi til Neytendastofu sem hún virti að vettugi. Það er því ljóst að hún ætlar að halda sínum óheiðarlegu og blekkjandi viðskiptaháttum áfram og notfæra sér mannréttindabaráttu jaðarhóps sem hún tilheyrir ekki í gróðraskyni,“ skrifar Tara og er greinilega heitt í hamsi.

„Nei, nei og aftur nei. Þú færð ekki að slengja fram hasstöggum eins og #bodypositivity eða #empowering á sama tíma og þú ert að ekki einungis að ýta undir megrunarmenningu heldur græða á henni líka! Þú færð ekki að græða á neikvæðri líkamsmynd, átröskunum, fitufordómum og sársauka annarra án þess að fá harða gagnrýni. Siðleysi kallar á viðbrögð.“

Færslu Töru Margrétar má lesa hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun