fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Auglýsing Nova kemur illa við fólk: „Amma, er verið að drepa gamalt og veikt fólk?“ – „Hugsið um blessuð börnin“

Fókus
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 18:45

Fjaðrafok.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sett nýja auglýsingu í loftið sem hefur vægast sagt valdið miklu fjaðrafoki á Facebook-síðu fyrirtækisins. Það eru spéfuglarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA sem leika í auglýsingunni og fær Saga það hlutverk að kæfa afruglara með kodda. Þó kæfingin sé tákn um nýja tíma án afruglara blöskrar mörgum að Nova sýni „aftöku“ í sjónvarpinu. Nova hefur svarað og segir að þar á bæ taki starfsmenn lífinu létt.

„Mjög ósmekklegt.. Gjörsamlega verið að kenna börnum aftökuaðferð,“ skrifar einn fylgjandi Nova og aðrir taka í sama streng. „Ömurleg aftaka. Hugsið um blessuð börnin. Kennslustund í aftöku.“ Þá segja einhverjir að auglýsingin sé ófjölskylduvæn og rugli börn í ríminu.

„Ja hér. Amma, er verið að drepa gamalt og veikt fólk – einn 4 ára. Ég gat ekki svarað blessaða barninu, á bara ekki til orð,“ skrifar einn fylgjandi fyrirtækisins.

Þessum fylgjandi finnst auglýsingin ekki aðeins ógeðfelld heldur boðskapurinn villandi þar að auki:

„Virkilega ógeðfelld auglýsing og mikil óvirðing sýnd við líknardauða, og ég tala nú ekki um þegar Saga framkvæmir „kæfun“. Hvað þá um hræsnina sem liggur á bakvið auglýsinguna, því þú segir kannski bless við myndlykilinn, en færð annað samsvarandi box í staðinn, sem þú þarft að tengja við sjónvarpið??? Viðbjóður, en það má þó gefa leikurunum prik fyrir sitt hlutverk, enda góðir leikarar þar á ferð og vandvikni og fagmennska í fyrirúmi hjá þeim, nú eins og endranær.“

Ný auglýsingaherferð Nova vekur usla.

„Ekki láta nokkurn mann sjá þetta ógeð.“

Þá kemur orðið „ósmekklegt“ ansi oft fyrir í athugasemdum fylgjenda:

„Ósmekkleg auglýsing. Ekki fyrirtækinu til sóma. Fèkk hroll þegar ég horfði á þetta og fæ hroll þegar ég sé auglýsingunni bregða fyrir.“

„Ósmekkleg auglýsing. Snertir marga illa. En vekur umræðu þess vegna, það er trúlega ætlunin. Mætti kynna Nova TV betur.“

„Mér finnst þessi auglýsing ósmekkleg í alla staði og bara út af henni mundi ég aldrei skipta við Nova.“

„Finnst þetta ósmekklegasta auglýsing sem ég hef séð. Mun aldrei skipt við þetta fyrirtæki.“

„Ekki láta nokkurn mann sjá þetta ógeð.“

„Yfirgengilega ósmekkleg auglýsing sem ég vona að virki í þveröfuga átt. Nova ætti að sjá sóma sinn í að fjarlægja auglýsinguna.“

„Hættið að væla“

Eins og gerist og gengur eru alls ekki allir á sama máli og margir hæstánægðir með auglýsinguna – finnst hún skemmtileg.

„Ég skal vera jákvæði aðilinn. Þetta er skemmtileg auglýsing,“ skrifar einn fylgjandi Nova og annar bætir við: „Þetta er dæmi um frábæra auglýsingu sem mætti sjást mun meira á íslenskum auglýsingamarkaði.“ Enn annar skrifar: „Þetta er geggjuð auglýsing, hættið að væla.“

Einhverjum finnst líka nóg um pólitíska rétttrúnaðinn sem ríkir í neikvæðum athugasemdum um auglýsinguna.

„Mér sýnist á komentunum hér á undan, að nú muni fara á stað mikil morðalda á rúmliggjandi gamalmennum, þar sem saklaus börn verði aðal gerendurnir. Þetta verður eitthvað,“ skrifar einn fylgjandi og annar skrifar:

„Hahaha hvaða pc gone wrong er í gangi í þessum commentum? Hugsar enginn um börnin og að kannski sé fínt að drepa þau ekki úr viðkvæmni?“

Svo eru sumir sem skilja hreinlega ekkert í gagnrýninni:

„Bíddu, sjáið þið eitthvað annað en afruglara? Ég eitthvað að misskilja? Ég hef það á tilfinningunni, miðað við commentin.“

Forsvarsfólk Nova hefur svarað fyrir gagnrýnina í Facebook-þræði við myndbandið og segir að fíflaskapur hafi orðið fyrir valinu í þessari tilteknu auglýsingu, sem kemur úr smiðju Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur.

„Takk öll fyrir að deila ykkar skoðun.

Við tökum lífinu létt á stærsta skemmtistað í heimi og þessir „sketsar“ voru unnir með Sögu og Dóra sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Markmiðið er að fá fólk til að brosa en um leið að benda á að hægt er að spara pening með því að nota Nova TV á 0 kr.

Húmor og fíflagangur er ein leið til að koma skilaboðum til skila, og við völdum þá leið í þetta skiptið. Vonandi geta sem flestir séð þetta í jákvæðu ljósi og brosað með okkur.

Bestu kveðjur frá stærsta skemmtistaðnum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum