fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Stríð Ragnars og Kjartans sett upp í Þjóðleikhúsinu

Klukkutíma langt dauðastríð prússnesks hermanns við undirleik Sinfóníunnar

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einþáttungsóperan Stríð eftir Ragnar Kjartansson verður sett upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Þjóðleikhúsinu vorið 2018. Í verkinu, sem var upphaflega sýnt í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í mars 2016 undir nafninu Krieg, fá áhorfendur að fylgjast með tilfinningaþrungnu og yfirgengilegu dauðastríði prússnesks 18. aldar hermanns í klukkustund, í rómantískri handmálaðri sviðsmynd og undir dramatískri óperutónlist eftir Kjartan Sveinsson.

Kjartan Sveinsson, tónskáld og fyrrverandi meðlimur Sigur Rósar, semur tónlistina við óperuna Stríð.
Semur tónlistina Kjartan Sveinsson, tónskáld og fyrrverandi meðlimur Sigur Rósar, semur tónlistina við óperuna Stríð.

Mynd: Helen Wood

Stríð er annað sviðsverkið sem Ragnar og Kjartan vinna í sameiningu. Síðast gerðu þeir Kraftbirtingarhljóm guðdómsins sem er byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Verkið var einnig unnið fyrir Volksbühne-leikhúsið en síðar sett upp í Borgarleikhúsinu. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins var leikaralaus óður til sviðsmyndarinnar, þess hluta leikhússins sem alltaf stendur í bakgrunni á bak við leikarana. En í Stríði er leikarinn stiginn inn í sviðsmyndina og sviðsljósinu er beint að honum, hinum klassíska leikara og leiknum. Í viðtali við DV í apríl í fyrra sagðist Ragnar vera að gera „myndlistarverk fyrir leikhús […] um leikhúsið í leikhúsinu.“

Í uppfærslunni á Stríði í Berlín var frumsamin tónlist Kjartans aðeins leikin í hljómflutningstækjum en í Þjóðleikhúsinu munu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir dauðastríðinu. „Við Kjartan vorum að vinna með óperuformið, vorum að gera þessa melódramatísku óperu. Það var því smá synd að hafa tónlistina bara á bandi. Kjartan samdi náttúrlega alla músíkina sérstaklega fyrir þetta. Svo kannski verður þetta einhvern tímann sett upp sem ópera með hljómsveit og öllu. Það væri svo skemmtileg andstæða, þessi svakalega tilfinningaþrungna samda tónlist og svo er gaurinn á sviðinu bara að emja yfir: „aaaaaahhhhhhhhhh.“ Mér finnst það mjög áhugavert,“ sagðir Ragnar í fyrra. Og nú er ljóst að ósk Ragnars mun verða að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir