Sverrir Ingi Ingason var grískur meistari í gær er lið hans PAOK vann sannfærandi sigur í deildinni.
PAOK vann öruggan 5-0 heimasigur á Levadiakos og er nú með fimm stiga forskot á toppnum.
Aðeins ein umferð er eftir af grísku umferðinni og hefur PAOK því tryggt sér meistaratitilinn sjálfan.
Sverrir hefur ekki verið fastamaður hjá PAOK síðan hann kom til félagsins frá Rostov í janúarglugganum.
Hann kom ekki við sögu í leik gærdagsins en tók að sjálfsögðu þátt í fagnaðarlátunum um kvöldið.
Hér má sjá hvernig titlinum var fagnað.
PAOK fans showing everyone how to celebrate pic.twitter.com/0myg4HJRKo
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) 22 April 2019