fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

433
Sunnudaginn 21. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Kristjánsson sem er að hefja sitt annað tímabil með FH.

Þetta viðtal verður aðeins frábrugðið öðrum viðtölum í 90 mínútum. Við ræðum bara um FH og það sem Ólafur hefur verið að gera með liðið síðustu mánuði.

Það vakti athygli síðasta sumar þegar Ólafur ræddi framherjann Geoffrey Castillion.

Castillion stóð alls ekki undir væntingum hjá FH í fyrra og reyndi Ólafur eins og hann gat að koma framherjanum til varnar.

Um tíma talaði Ólafur á meðal annars um að það væri erfitt fyrir Castillion að spila á þurru gervigrasi en það er hins vegar ekki rétt.

Castillion fann sér nýtt lið á dögunum en hann gerði lánssamning við Fylki út tímabilið.

,,Ég held að hann sé ekkert verri á þurru gervigrasi en á blautu náttúrugrasi,“ sagði

,,Þetta var sagt aðeins til þess að taka ákveðna pressu af honum. Að færa fókusinn á eitthvað annað.“

,,Að leyfa ykkur að hafa um eitthvað annað að tala: ‘djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?’ – stundum verður maður að taka það á sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf