fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Atli sakar þá um ömurleg vinnubrögð: Heyrði af þessu í fjölmiðlum – ,,Þú ert ekki bara allt í einu grafinn“

433
Laugardaginn 20. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ræddi við Heimi Karlsson í gær en hann var gestur í svokölluðu páskaviðtali.

Atla ættu allir að þekkja en hann lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Ísland og þjálfaði svo liðið frá 1999 til 2003.

Hann hóf ferilinn hér heima með Val og skoraði þá 31 mark í 93 leikjum með meistaraflokk áður en hann hélt til Borussia Dortmund.

Atli rifjar upp ansi erfiða tíma með íslenska landsliðinu þegar honum var allt í einu sparkað úr liðinu en það var ákvörðun sem KSÍ hafði tekið.

Atli var ekki látinn vita af þessari ákvörðun persónulega heldur þurfti að komast að þessu í gegnum fjölmiðla. Hann var á þessum tíma leikjahæsti leikmaður liðsins sem og fyrirliði.

,,Þeir klúðra því. Bo Johansson er þjálfari sem var bara mini útgáfa af Lars Lagerback,“ sagði Atli um vinnubrögð KSÍ.

,,Hann var skipulagður og með þessa hluti á hreinu. Við vorum alveg við það að ná úrslitum.“

,,Þetta fellur ekki alveg fyrir, við vinnum svo Tyrki 5-1 og gerum jafntefli við Dani. Eftir leikinn var svo ákveðið að skipta um þjálfara, sem er ekkert mál.“

,,Svo kemur bara upp í blöðum, leikmannahátíðin var á föstudegi og á fimmtudegi þá kemur stærsta blað landsins með opnu þar sem stóð: fyrirliðanum sparkað, nýir tímar.“

,,Þjálfari hefur alltaf rétt á að velja sína leikmenn. Ef þú ert leikjahæstur, ert fyrirliði og ert að spila þá ertu ekki allt í einu bara grafinn.“

,,Frekar en að segja við mig að það séu nýir tímar, kalla á fund og ég get dregið mig til baka. Ég fékk aldrei tíma til þess.“

Heimir sjálfur lenti svo í því að sjá Atla ári seinna þar sem hann stóð í röðinni fyrir utan Laugardalsvöll að versla sér miða á landsleik.

Það er venjan að þeir sem eiga að baki 25 landsleiki fái frían miða á leiki og þeir sem spila 50 leiki eiga inni tvo miða.

,,Þeir fóru í það mikið panic að þeir vissu ekki hvernig átti að höndla þetta. Þeir náðu ekki eða föttuðu ekki að senda mér miða þó ég hafi átt rétt á honum samkvæmt leikjafjöldanum.“

,,50 leikir og þú átt að fá tvo miða. Þeir báðu mig ekki beint afsökunar, það var aldrei rætt um þetta. Það var bara spurt hvort allt væri ekki í fína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“