fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Rangt að ráða Solskjær? – ,,Þeir vita ekki hvað þeir eru að gera“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, hefur gefið í skyn að það hafi verið mistök hjá Manchester United að tilkynna endanlega ráðningu Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær var fyrr í mánuðinum staðfestur sem nýr stjóri United er hann gerði þriggja ára samning.

Jenas telur að það hafi verið mistök og að ákvörðunin hafi mátt bíða. Gengi United hefur versnað töluvert síðustu vikur.

,,Þetta var tilfinningaþrungin ákvörðun og eins og í öðrum viðskiptum ætti þetta að vera úthugsað þegar kemur að framtíðinni,“ sagði Jenas.

,,Það sem þeir þurftu að fjarlægja sig frá var ‘Leið Manchester United’ og ‘þetta er ekki eins og við gerðum hlutina áður.’

,,Það sem Sir Alex Ferguson gerði var einstakt og United hefur verið í vandræðum með að fylla hans skarð þrátt fyrir nokkra af bestu þjálfurum heims.“

,,Ég tel að United þurfi ekki að leita að einhverjum sem minnir á Ferguson, þeir þurfa að finna sig upp á nýtt.“

,,Jose Mourinho reyndi að gera það en félagið keypti það ekki. Ég held að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Þetta snerist allt um tilfinningar þegar kom að Ole.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“