fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Ætluðu bara að grilla en sitja uppi með 3,6 milljarða sekt

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 13:00

Það borgar sig að fara varlega þegar eldur er annars vegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ítalskir nemendur, Alessio Molteni og Daniele Borghi, 22 ára, hafa verið dæmdir til að greiða sekt sem nemur hvorki meira né minna en 3,6 milljörðum króna.

Það var þann 30. desember síðastliðinn að Alessio og Daniele ætluðu að fagna nýja árinu í Monte Berlinghera við Como-vatn á Ítalíu. Þeir kveiktu upp í grillinu og hugðust elda dýrindis mat. Eitthvað fór úrskeiðis hjá tvímenningunum því eldur kviknaði í gróðri við grillið. Eldurinn var fljótur að breiða úr sér og áður en yfir lauk höfðu yfir 2.500 hektarar brunnið.

BBC og Telegraph fjalla meðal annars um þetta.

Alessio og Daniele sögðust miður sín vegna atviksins en töldu þó að samspil fleiri þátta hafi valdið eldinum. Töldu þeir útilokað að allt þetta svæði hafi brunnið af þeirra völdum og vildu þeir meina að eldar hafi einnig kviknað annars staðar um svipað leyti.

Lögmenn þeirra hafa gagnrýnt upphæðina sem þeir voru dæmdir til að greiða. Benda þeir á að þeir séu nemar og útilokað sé að þeir geti greitt þessa upphæð. Þeim muni ekki endast ævin til þess. Yfirvöld notuðu þó ákveðna formúlu til að reikna út tjónið og þetta var niðurstaðan. Saksóknari í málinu sagði að sektin sendi þó ákveðin skilaboð, skilaboð þess efnis að við öll verðum að taka meiri ábyrgð á náttúrunni.

Alessio og Daniele sögðust hafa hringt strax á slökkviliðið og reynt hvað þeir gátu að slökkva eldinn þegar urðu varir við hann. Miklir vindar og þurrkar á svæðinu gerðu slökkviliðsmönnum eftir fyrir og var eldurinn fljótur að breiðast út. Nokkur hús á svæðinu skemmdust og þá drápust dýr, hestar til að mynda, vegna eldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta