fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 19. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstoðarskiptastjóri dánarbús Michael Jackson, John Branca, tjáði sig í fyrsta skipti um heimildarmyndina Leaving Neverland í gær á viðburði sem bar yfirskriftina „Réttarhöld í fjölmiðlum“ sem fór fram í Harvard-háskólanum á dögunum.

Branca neitaði því að sannleikurinn kæmi fram myndinni sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Í myndinni segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá meintu kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir af hálfu Jackson.

„Þetta fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast pening en við ætlum ekki að leyfa því að viðgangast,“ segir hann.

Dánarbú Michaels kærði HBO, dreifingaraðila myndarinnar, en lögsóknin nemur 100 milljónum Bandaríkjadollara. HBO sagðist treysta Dan Reed, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar.

Branca sagði líka: „Lögin varðandi óhróður eru eins og þau eru, við getum ekkert sagt né gert. Ímynd hans getur eyðilagst og börnin hans orðið fyrir skaða en það er ekkert hægt að gera í því. Ég sting upp á því að lögunum verði breytt til að vernda þá framliðnu, allavegana tímabundið. Þar sem þetta snýst um sannleikann, sanngirni og jafnvægi.“

Branca, sem þekkti Michael persónulega, segist skilja að fólk vilji meina að hann sé ekki hlutlaus vegna þess að hann eigi hagsmunum að gæta, en Branca græðir á vörumerki Jackson. „Ég þekkti manninn og mér líkar ekki það sem hefur gerst, því þú færð ekki að heyra hina hlið málsins,“ og bætir við: „Vonandi kemur raunverulegur sannleikurinn í ljós.“

Hann segir svo að lokum að hann vonist til að tónlist Michael Jackson fái áfram að lifa. „Hann er of stór til að falla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“