fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:00

Horft að Snæfelli. Mynd- Hugi Ólafsson/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirbúningur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er í fullum gangi og tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins hafa nú verið settar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru þriðja verkefni þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðsins.

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðsins var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar og á að skila af sér tillögum í september 2019. Nefndinni er meðal annars ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka.

Við störf nefndarinnar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við helstu hagsmunaaðila, þ.m.t. sveitarfélög. Haldnir hafa verið kynningar- og samráðsfundir bæði með sveitarstjórnarfólki á hverju landsvæði sem og með íbúum og hagaðilum, tveir opnir kynningarfundir af sama toga hafa verið haldnir í Reykjavík og nefndin hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að ákveðnum þáttum sem hún hefur fjallað um.

Auk þess voru í janúar 2019 haldnir átta fundir um land allt með samtals 24 sveitarfélögum og hagaðilum sem þau kölluðu til. Þessir fundir voru ætlaðir til að afla upplýsinga og leita eftir sjónarmiðum og áherslumálum á hverju og einu landsvæði sem snýr að miðhálendi Íslands.

Hægt er að fylgjast með störfum nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta