fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 09:12

Mynd: Skjáskot/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún væri með krabbamein degi eftir að hún fékk að vita að hún ætti von á dreng. Fanney og maður hennar Ragnar Snær eru gestir Sindra í Ísland í dag. Fanney varð ólétt 2018 af sínu öðru barni, fyrir eiga þau Emilý Rósu.

Fanney og Ragnar segja heilbrigðiskerfið vera brotið og eitthvað verða að breytast í Ísland í dag. Hvers vegna sást meinið ekki fyrr eða í öll skiptin sem Fanney fór í skoðun.

Greind með krabbamein.

Þegar Fanney var gengin um 20 vikur fór að blæða lítillega hjá henni.

Hún hringdi upp á kvennadeild og fór í skoðun. Ekkert óeðlilegt kom út en sýni var tekið. Hún þurfti að koma aftur til að láta taka klípusýni úr leghálsinum því leitarstöðin var lokuð vegna sumarfría.

„[Læknarnir sögðu] þú hefur aldrei verið með neinar frumubreytingar. Frumubreytingar eru 10-15 ár að verða að krabbameini í rauninni. Það var rosalega mikið verið að hughreysta mig,“ segir Fanney í Ísland í dag.

Fanney og Erik Fjólar.

Sýnið var tekið á fimmtudegi og fékk Fanney niðurstöðurnar á mánudegi. Hún var með krabbamein.

„Ég held við höfum pínu frosið,“ segir Fanney. „Eina sem hann sagði síðan var hvort hann mætti skoða mig aðeins betur. Þá brotnaði ég pínu saman, byrjaði að gráta en svo hristi ég það af mér og lagðist á bekkinn og leyfði honum að skoða mig.“

„Fyrst er þetta náttúrlega eins og þú sért í einhverri bíómynd,“ segir Ragnar. „Þú bíður eftir að þú sért klipinn og vaknar úr einhverjum draumi. Þetta er enn þá daginn í dag þannig.“

„Ég er náttúrlega líka bara 32 ára. Maður er einhvern veginn ekki að búast við svona fréttum,“ segir Fanney.

Á stærð við handbolta

Fanney og Ragnar skilja ekki hvernig æxlið hafi farið óséð öll þessi ár.

„Fyrst þegar við töluðum við læknana töluðu þeir um æxli sem er orðið þannig að stærð að það er búið að taka einhver 8-12 ár að myndast. Í millitíðinni eigum við Emilý, hún fer í eftirskoðun eftir það og það sést ekki neitt. Það er svo margt í þessu ferli sem maður klórar sér í hausnum fyrir, því þetta á ekki að vera hægt að það sjáist ekkert í millitíðinni,“ segir Ragnar.

„Æxlið var orðið á stærð við handbolta,“ segir Fanney.

Erfiðir valkostir

Fanney var komin 20 vikur á leið þegar hún greindist með krabbamein.

„Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu […] Við vorum nýbúin að fá að vita kynið deginum áður,“ segir Fanney.

Hún ákvað að halda barninu og fyrir sex mánuðum fæddist heilbrigður drengur. Þetta var síðasta meðganga Fanneyjar en geislarnir skemma það mikið að hún mun aldrei geta gengið með annað barn.

Krabbameinið dreifði sér

Eftir að Erik Fjólar kom í heiminn hélt Fanney áfram meðferð. Hún var í lyfjum einu sinni í viku og geislum á hverjum degi í sex vikur.

„Maður var hjá honum allan daginn og rölti síðan í geislanna inn á milli og fór svo aftur upp á vökudeild. Þetta var krefjandi, mjög svo,  því maður var líka svo rosalega þreyttur og búinn á því.“

Eftir meðferð minnkaði æxlið um 80-90 prósent. Hins vegar voru góðu fréttirnar ekki lengi, en í krabbameinið hafði dreift úr sér.

Horfðu á allt viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit