fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

14 ára stúlku var nauðgað – Ættingjar tóku málin í eigin hendur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 06:59

Ungi maðurinn sat á þessum stól þegar honum var misþyrmt. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hófust réttarhöld í Gautaborg í Svíþjóð þar sem sex manns eru ákærðir fyrir að hafa beitt 21 árs karlman grófu ofbeldi. Samkvæmt ákærunni var hann sleginn margoft í andlitið. Ofbeldið hófst eftir að 14 ára stúlka hringdi í eldri systur sína kvöld eitt í ágúst á síðasta ári og sagði að sér hefði verið nauðgað.

Göteborgs-Tidningen skýrir frá þessu.

Fram kemur að maðurinn hafi gefið stúlkunni og 12 ára vinkonu hennar kirsjuberjavín og líkjör. Síðan braut hann kynferðislega gegn þeim. Hann var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað þeirri 14 ára og líkamsárás og kynferðisbrot gegn þeirri 12 ára.

Hann játaði brot sín en hélt því fram að hann hefði talið stúlkurnar vera eldri. Hann var einnig dæmdur til að greiða þeim miskabætur.

En í réttarhöldunum sem nú standa yfir eru það fjölskyldur stúlknanna sem sitja á ákærubekknum.

Skömmu eftir að 14 ára stúlkan lét vita af nauðguninni hittust nokkrir ættingjar beggja stúlknanna til að ræða hvað þeir ættu að gera í málinu. Að þeirra mati kom ekki til greina að tilkynna lögreglunni um málið. Þess í stað fóru sex manns, þau sem eru ákærð í málinu, að heimili mannsins. Þetta voru foreldrar annarrar stúlkunnar, faðir hinnar og vinur hans auk systur og unnusta hennar.

Ungi maðurinn og unnusta hans segja að faðir annarrar stúlkunnar og vinur hans hafi haft sig mest í frammi í þeim misþyrmingum sem ungi maðurinn sætti síðan af hálfu hópsins. Faðirinn og vinur hans eru báðir félagar í mótorhjólagengi í Gautaborg, Bandidos, sem eru skipulögð glæpasamtök.

Ungi maðurinn var settur á stól í eldhúsinu og síðan var hann sleginn margoft í andlitið. Hann skarst illa á enni, fékk heilahristing og kinnbeinsbrotnaði. Hann missti meðvitund um tíma. Honum var síðan ítrekað „ráðlagt“ að flytja af svæðinu því það væru ofbeldismennirnir sem réðu lögum og lofum þar. Einnig var honum sagt að vissara væri fyrir hann að blanda lögreglunni ekki í málið.

Hin ákærðu neita öll sök. Í yfirheyrslum yfir þeim kom fram að aldrei hafi staðið til að beita unga manninn ofbeldi en hlutirnir hafi farið úr böndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?