fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Sjáðu fyrsta sýnishornið úr nýju Star Wars myndinni: Lokahluti Skywalker-sögunnar nálgast óðum

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta stiklan fyrir nýjasta og níunda kaflann í Star Wars myndabálknum, The Rise of Skywalker, var frumsýndur rétt í þessu á svonefndri Star Wars Celebration hátíð í Chicago. Heiti myndarinnar var einnig afhjúpað á sama tíma.

Þrátt fyrir vægast sagt blendin viðbrögð við seinustu mynd seríunnar, The Last Jedi, bíða margir ólmir eftir því að sjá hvernig lokahluti „Skywalker-sögunnar“ muni spilast út. Þetta mun vera sú mynd sem endanlega slúttar kjarnaþræðinum sem hófst með upprunalegu kvikmyndinni frá 1977.

Sjá má myndbrotið í allri sinni dýrð að neðan.


Það er J.J. Abrams sem leikstýrir myndinni en hann sá einnig um sjöunda kaflann, The Force Awakens, sem kom út árið 2015 við stórfínar undirtektir. Upphaflega stóð til að leikstjórinn Colin Trevorrow (Jurassic World) sæti við stjórnvölinn en honum var sagt upp störfum við upphaf framleiðslunnar vegna listræns ágreinings.

Eins og sjá má í stiklunni snúa fjölmörg kunnugleg andlit aftur á sviðið. Persónurnar Rey (Daisy Ridley), Kylo Ren (Adam Driver), Finn (John Boyega) og Poe (Oscar Isaac) eru allar á sínum stað. Einnig mega aðdáendur gera ráð fyrir endurfundum við Lando Calrissian, leiknum af Billy Dee Williams. Einnig bregða þau Mark Hamill og Carrie Fisher í hlutverkum systkinanna Luke og Leiu.

Fisher lést í desember 2016 og hafa verið miklar vangaveltur um það hvernig aðkoma hennar að næstu mynd verði í ljósi andlátsins. Hafði hún lokið tökum á áttunda kaflanum, The Last Jedi, þegar hún lést en sögur herma að Abrams og framleiðsluteymi hans ætli að styðjast við ónotaðar tökur úr The Force Awakens.

Star Wars – Episode 9: The Rise of Skywalker verður frumsýnd þann 19. desember um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“