fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Lisa Marie Presley fráskilin og skuldum vafin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Marie Presley, einkadóttir Elvis Presley, er að skilja við fjórða eiginmann sinn, tónlistarmanninn Michael Lockwood, eftir tíu ára hjónaband. Hún ber hann þungum sökum en skilnaðarmálið er fyrir rétti. Lisa Marie segist hafa fundið mörg hundruð óviðeigandi myndir af börnum í tölvu eiginmannsins. Hún segist hafa orðið skelfingu lostin og fundið til líkamlegrar vanlíðunar. Lockwood segir þessar ásakanir rangar og sakar eiginkonuna um að vilja eyðileggja mannorð hans. Hjónin eiga saman tvíburadætur og sögur komust á kreik um að þær væru í vörslu barnaverndarnefndar en móðir Lisu Marie, Pricilla Presley, segir þær vera í sinni umsjá.

Lockwood krefst þess að fá meðlag frá Lisu Marie en hún segist enga peninga eiga enda sé hún skuldum vafin, hún skuldi margar milljónir dollara í bakskatta og kreditkortareikninga og hús hennar sé yfirveðsett. Hún segir Lockwood hafa látið skuldfæra meira en milljón dollara á kreditkortareikning hennar. Hann neitar þessu og segir eiginkonu sína eiga mjög erfitt með að sýna heiðarleika og henni sé ógjörningur að bera ábyrgð á eigin mistökum.

Lisa Marie, sem er 49 ára, býr nú hjá elstu dóttur sinni, leikkonunni Riley Keough en hana átti hún með tónlistarmanninum Danny Keough. Sama ár og þau skildu giftist hún Michael Jackson en þau skildu eftir tveggja ára hjónaband. Þriðji eiginmaðurinn var leikarinn Nicolas Cage en það hjónaband stóð einungis í rúma 100 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala