fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Guðni forseti fundar með Pútín í Pétursborg: „Vér mótmælum allir!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sækir norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi dagana 9. og 10. apríl. Á ráðstefnunni mun forseti m.a. taka þátt í pallborðsumræðum síðdegis þriðjudaginn 9. apríl ásamt Vladímír Pútín forseta Rússlands, Sauli Niinistö forseta Finnlands, Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Málstofan ber yfirskriftina Norðurslóðir – hafsjór tækifæra (The Arctic: An Ocean of Opportunity). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bessastöðum.

Þá mun forseti einnig eiga fund með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, miðvikudaginn 10. apríl. Fundinn situr einnig Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Forseti heimsækir Ríkisháskólann í Pétursborg að morgni miðvikudagsins 10. apríl.

Hann mun eiga fund með rektor og flytja síðan opinberan fyrirlestur sem ber heitið “We all protest!” Diversity, critique and freedom as the essence of historical research. Við háskólann er m.a. öflug norrænudeild sem stofnuð var að frumkvæði Míkhaíls Ívanovítsj Steblín-Kamenskíj árið 1958 en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi á vettvangi íslenskra fornbókmennta.

Þá mun forseti einnig hitta að máli forystufólk á sviði viðskipta milli Rússlands og Íslands.

Endurfundir

Ekki er vitað um nánari deili á fyrirlestri Guðna, eða hvort hann hyggst mótmæla stjórnarháttum Pútíns á einhvern hátt, sem verður að teljast ólíklegt.

Þeir Pútín hafa hist áður, árið 2017,  í hafnarborginni Arkhangelsk á ráðstefnu um málefni Norðurslóða. Var þá slegið á létta strengi og virtist fara vel á með þeim.

En hin fræga tilvitnum, Vér mótmælum allir, er sótt til Jóns Sigurðssonar, sem á þjóðfundi með stjórn Dana árið 1851 mótmælti nýrri stjórnskipun frá Dönum, þar sem réttindi Íslendinga þóttu lítil sem engin. Er þetta sagður einn mikilvægasti atburðurinn í baráttunni fyrir sjálfstæði Íslendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja