fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Segir samningana stilla Seðlabankanum upp við vegg: „Það er teflt þarna á tæpasta vað“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, finnur hinum langþráðu lífskjarasamningum sem undirritaðir voru í gær, ýmislegt til foráttu. Hann segir aðgerðirnar almennt jákvæðar, en komi lítið á óvart.

Það versta segir hann vera að vegið sé að sjálfstæði Seðlabankans:

„Þarna finnst mér samningsaðilar vera að vega að sjálfstæði bankans og mér þykir það ekki góður bragur af hálfu samningsaðila og stjórnvalda að það sé verið að gera kjarasamning sem setur spjótin á seðlabankann,“

segir Þorsteinn við RÚV, en ein forsendan í samningunum er að Seðlabankinn lækki vexti, sem Þorsteinn segir að sé sett fram sem hálfgert skilyrði, því hægt verði að segja upp samningunum gangi slík vaxtalækkun ekki eftir. Þá eigi eftir að koma í ljós hvort samningarnir muni stuðla að verðstöðugleika eða ekki.

Áhyggjur af launaskriði

Þorsteinn segir að hægt sé að hafa áhyggjur af ýmsu í lífskjarasamningunum, þar sem mikið traust sé lagt á það að launahækkanir leiti ekki upp til millitekjuhópa, en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að nú væri ekki tíminn fyrir milli- og hátekjufólk til að sækjast eftir launahækkunum:

„Það er ekki á vísan að róa með það,“ segir Þorsteinn og vísar til kröfu opinberra starfsmanna í samningaviðræðum sínum, um að menntun verði metin til launa:

„Ég held að það sé full ástæða til að óttast að þessum samningum geti fylgt einhver verðbólga og það er teflt þarna á tæpasta vað sem er kannski skiljanlegt miðað við þá hörku sem var í kjaradeilunni.“

Þá sendir Þorsteinn ríkisstjórninni væna sneið fyrir að trana sér fram í kastljós fjölmiðlanna, en honum fannst stjórnvöld hafa „nuddað sér mikið utan í þessa kjaradeilu“ og gert sig „stóra“ í viðræðunum. Það hafi best sést á því að undirrita átti samningana í ráðherrabústaðnum og stjórnvöld hafi í flýti boðað til blaðamannafundar. Það hafi verið óvenjulegt og óheppilegt, þar sem kjarasamningar eigi að vera milli aðila vinnumarkaðarins:

„Ég fagna því að aðilarnir hafi náð saman um kjarasamninga, það er alltaf mikilvægt skref. En það er gott ef ríkisstjórnin heldur sig fjarri, hún má liðka fyrir eins og má hrósa henni fyrir að gera, en ekki reyna um of að upphefja sjálfa sig í ferlinu.“

Þorsteinn skrifar einnig á Facebook:

„Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur. Verst þykir mér þó að sjá að vaxtalækkun Seðlabanka sé gerð að forsenduskilyrði kjarasamninga. Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta