fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Grey‘s Anatomy-stjarna eignaðist barn með Downs heilkenni: „Hún þroskast hægar en hún þroskast samt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 18:00

Mæðgurnar á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Caterina Scorsone, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Grey‘s Anatomy, eignaðist dótturina Paloma Michaela fyrir tveimur árum, en fyrir átti hún eina dóttur, Elizu, sem nú er sex ára. Paloma, eða Pippa eins og Caterina kallar hana, er með Downs heilkenni, en í hlaðvarpsþættinum Motherly segir leikkonan að það að ala upp barn með Downs heilkenni hafi breytt sýn hennar á móðurhlutverkið.

„Það sem ég hélt ómeðvitað um móðurhlutverkið var að ég ætti að gefa börnunum tól til að lifa af í samkeppnishörðum heimi,“ segir Caterina. „Þessi rödd kom til mín og ég hugsaði: Ég veit ekki hvað ég á að gera – ég á að vernda hana og ég á að sýna henni væntumþykju. Og allt í einu var skilningur minn á móðurhlutverkinu opnaður.“

 

View this post on Instagram

 

I love being at work. But I miss these toes. #momlife

A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) on

Vissi ekki hvort Pippa yrði klár eða fyndin

Caterina endurskoðaði einnig hvernig hún ól upp og hugsaði um eldri dóttur sína í kjölfarið.

„Ég sá hvernig ég var að elska eldri dóttur mína, Elizu, vegna eiginleika hennar. Ég elskaði Elizu svo mikið því hún var klók og falleg og svo fyndin, en þetta voru allt ytri eiginleikar,“ segir hún. „Ég þurfti að gangast við því að ég vissi ekki hvort Pippa yrði klár. Ég vissi ekkert hvort hún yrði fyndin, sem hún er að sjálfsögðu. Núna veit ég meira um Downs heilkenni og hugsa: Vá, hvað þetta voru heimskulegar hugsanir. En ég vissi þetta ekki og það neyddi mig til að gera mér grein fyrir því að ég var að elska hina dóttur mína, og alla aðra, þar á meðal sjálfa mig, út af röngum ástæðum. Ég elskaði fólk út af ytri eiginleikum þess en ekki út af kjarna þess.“

Undursamlega sérstakt

Hún segir þessa uppgötvun hafa verið þá stórkostlegustu gjöf sem hún hefði nokkurn tímann geta óskað sér. Hún segir að ein af ástæðunum fyrir því að greining yngri dótturinnar hafi verið svo mikið áfall hafi verið út af öllum misvísandi upplýsingunum á internetinu og í bókum. Hún mælir með einni bók – Expecting Adam eftir Mörthu Beck.

„Hún sýnir þér að þetta er gerólíkt ferli en að það er eitthvað undursamlega sérstakt við það. Maður getur tekið á móti því og hugsað: Vá, einn af hverjum sjö hundruð fær að upplifa þetta og ég er ein af þeim.“

 

View this post on Instagram

 

Joy is a powerful alchemist. Find it. Nurture it. Let it grow and change the world. #myjoy #Pippa

A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) on

„Ég veit ekki hvernig á að gera þetta“

Leikkonan Amy Brenneman hjálpaði Caterinu einnig að venjast þessu nýja hlutverki, en þær tvær léku saman í þáttunum Private Practice.

„Hún og eiginmaður hennar Brad eiga fallega dóttur sem heitir Charlotte sem er með genafrávik, þannig að ég hringdi í hana og sagði henni frá öllum áhyggjum mínum og grét með henni og syrgdi með henni,“ segir Caterina. „Ég sagði: Ég veit ekki hvernig á að gera þetta. Hvernig geri ég þetta? Og hún sagði: Svona gerirðu þetta – þú gerir þetta eins og með önnu börn. Þú lærir hvernig manneskjur þau eru og hvers þau þarfnast.“

Caterina og Amy.

Caterina segir Pippu og Elizu eiga í góðu systrasambandi.

„Eina sem Eliza hugsar um er hvað Pippa sé heppin að fá að vera barn lengur,“ segir hún og bætir við að þroskaferli Pippu sé hægara en hjá börnum sem eru ekki með Downs heilkenni.

„Pippa er með tvær tennur í neðri gómi og fjóra jaxla. Hún er ekki komin með allar tennurnar enn þá og það er af því að bókstaflega allt í hennar þroskaferli gerist hægar út af ensímavirkni í aukalitningnum hennar. Hún þroskast hægar en hún þroskast samt. Hún nær öllum áföngum, bara á öðrum hraða.“

 

View this post on Instagram

 

Thank you @emmafeilphotography and @homethrown_la for this great shot of Pippa and me. Xo

A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) on

Leikkonan segir að hún hafi sagt Elizu að Pippa yrði barn lengur en vanalegt er því það hafi hjálpað Elizu að skilja áhrif Downs heilkennis.

Búið til öruggt rými

En hvaða ráð gefur Caterina öðrum foreldrum í sömu stöðu?

„Að búa til öruggt rými til að taka á móti öllum tilfinningum sem koma upp. Ég myndi klárlega segja: Þú ert svo heppin, því fólk þarf að grafa allar hugmyndir sem samfélagið hefur matað okkur af allt okkar líf. Þegar þið eruð tilbúin eigið þið eftir að segja hluti eins: Ég datt í lukkupottinn og Jemundur minn, ég var valin í þessa lífsreynslu, þetta er ótrúlegt. Þá á heimurinn eftir að opnast á vegu sem þú hefðir ekki getað ímyndað þér. Fólk sagði þetta við mig í byrjun og nú get ég sagt öðrum það.“

 

View this post on Instagram

 

When your baby looks at you and the whole world becomes magic. #giggles #snuggles #luckymama

A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“