fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Aron Einar eftir sigurinn frábæra: Ég ætla ekkert að tjá mig um fagnið hans Viðars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra

,,Ég er ánægður með það hvernig við stóðum að þessu,“ sagði fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson eftir 0-2 sigur á Andorra í undankeppni EM í kvöld.

,,Þetta var fagmannlega gert hjá okkur. 2-0, héldum hreinu og þrjú stig, ekkert gult. Við vissum að þetta yrði þolinmæði, við fengum mörg færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þar“

,,Við vorum búnir að undirbúa okkur vel, ánægður með hvernig við stóðum okkur í þessum leik.“

Leikmenn Andorra reyndu að tefja við hvert tækifæri, skutluðu sér oft í jörðina og voru með almenn leiðindi.

,,Við vissum hvernig þeir myndu spila, það var búið að fara yfir það fyrir leik. Að láta ekkert utanaðkomandi fara í taugarnar á okkur, við hefðum getað verið erfiðari og reiðari, farið í fýlu. Mér fannst við höndla það vel, ekkert pirrings gult spjald.“

Óvíst var hvort Aron myndi spila á gervigrasinu en var klár og er klár gegn Frakklandi.

,,Við æfðum hérna í gær og mér leið vel, ákvörðunin var tekinn eftir það. Líkaminn er ágætur núna, tekur aðeins í. Undirlagið og gervigrasið er verra en fólk heldur, við ætluðum ekkert að kvarta of mikið yfir því. Ég er ánægður hvernig þetta þróaðist.“

,,Þetta er fyndið, það er búið að búa svolítið til. Ég hef gert þetta með Cardiff að spila á laugardag og þriðjudag, á þessu tímabili. Ég verð 100 prósent klár.“

Aron vildi litið tjá sig um fagnið hjá Viðari Erni Kjartanssyni eftir seinna mark Íslands.

,,Ég ætla ekki að tjá mig mikið um fagnið, ég er ánægður að hann hafi svarað fyrir sig á vellinum. Þetta var frábærlega klárað, við þurftum á marki að halda. Ég ætla ekki að tjá mig um fagnið, létt grín hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“