fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Stundin lagði Glitni í Hæstarétti: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 09:40

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn í lögbannsmálinu svokallaða, en Glitnir HoldCo fór fram á lögbann á umfjöllun Stundarinnar um gögn úr þrotabúi Glitnis. Hefur Hæstiréttur staðfest dóm Landsréttar um að lögbannið hafi verið ólögmætt og því er um fullnaðarsigur Stundarinnar og Reykjavík Media að ræða.

Í gögnunum voru meðal annars upplýsingar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, fyrir hrun, en lögbannið var sett á rétt fyrir Alþingiskosningar, þann 13. október 2013.

Glitnir þarf að greiða málskostnað en Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar segir við Fréttablaðið, að það verði að koma í ljós hvort  sú upphæð dugi fyrir málsvörninni:

„Það yrði súrt og ranglátt að sitja uppi með kostnað, verandi saklaus af öllum ásökunum.“

Af orðum Jóns Trausta virðist málinu þó ekki að fullu lokið af hálfu Stundarinnar:

„Nú er búið að draga okkur í gegn um réttarkerfið í 522 daga, ranglega í rauninni. Á bara að segja „úps og bless“? Á þessu bara að ljúka svona? Það sem við höfum viljað gera er að framkalla breytingar á þessu kerfi þannig að ekki sé hægt að beita ólögmætum valdbeitingum gegn fjölmiðlum aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi