fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Þetta er ein stærsta ógnin sem steðjar að mannkyninu – Stærri en loftslagsbreytingarnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 07:02

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er stærsta vandamálið og það sem mest liggur á að takast á við fyrir umhverfið og lýðheilsu.“ Þetta segir Andrew Wheeler, yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar EPA, um gæði drykkjarvatns í heiminum, skort á hreinu vatni, mengun heimshafanna og aðgengi fólks að hreinlætisaðstöðu.

Samkvæmt frétt ABC News þá segir Wheeler að þetta vandamál sé svo slæmt að það sé verra en loftslagsbreytingarnar.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 2,5 milljarðar manna ekki aðgang að nægilega hreinu drykkjarvatni. Áætlaður kostnaður við að koma þessu í betra horf er áætlaður rúmlega 700 milljarðar dollara.

Áhrif loftslagsbreytinganna koma smátt og smátt í ljós og vitað er að þær munu hafa mikil áhrif í framtíðinni. En vandamálin með vatnið blasa við nú þegar.

„Flestar hætturnar af völdum loftslagsbreytinga koma ekki fram fyrr en eftir 50 til 75 ár. Í umræðunni um umhverfis- og loftslagsmál er vatn oft í öðru sæti. Það er kominn tími til að breyta því.“

Sagði Wheeler á ráðstefnu í Washington á miðvikudaginn í tilefni World Water Day.

„Það er þörf fyrir að við gerum eitthvað fyrir þær milljónir manna sem deyja ár hvert vegna skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Við verðum að gera eitthvað við mengun sjávar. Ég tel að við getum gert þetta um leið og við gerum eitthvað við þeim áskorunum sem ógna okkur í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð