fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Krókódíll drap mann – Menn drápu krókódílinn

Lögreglufulltrúi segir um bjánaskap hafa verið að ræða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. janúar 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krókódíll réðst á og banaði manni í norðurhluta Ástralíu síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á ferð með tveimur konum og óðu þau yfir á í Kakadu þjóðgarðinum. Konurnar tvær komust yfir en áttuðu sig þá á að maðurinn hefði ekki fylgt þeim eftir.

Svo virðist sem 3,5 metra langur krókódíll hafi ráðist á manninn og banað honum. Lík hans fannst á fimmtudagskvöld um tveimur kílómetrum neðar í ánni. Krókódíllinn sem talinn er hafa banað manninum var skotinn.

Áin sem maðurinn reyndi að vaða, og svæðið allt, er þekkt að því að þar sé krökkt af krókódílum. Viðvörunarskilti eru víða á svæðinu þar sem fólk er varað við krókódílunum og bent á að halda sig frá vatninu.

Lögreglufulltrúinn Bob Harrison segir í viðtali við Sky News að tilraunir til að vaða yfir ána séu „bjánaskapur“. Árið 1987 réðst krókódíll á Kerry McLaughlin og banaði honum en McLaughlin var við veiðar ásamt syni sínum þegar ráðist var á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“