fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Reykjavík í alþjóðlegri niðursveiflu á húsnæðisverði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. mars 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV skýrir frá því að 83 prósent íbúða sem seldust í janúar hafi verið seldar undir ásettu verði. Þetta eru athyglisverðar tölur, segja manni í raun að við séum komin á endapunkt með hinar miklu hækkanir á húsnæðisverði sem hafa einkennt markaðinn um árabil. Í ljósi þess hafa menn svo verið að byggja íbúðarhúsnæði eins og enginn sé morgundagurinn. Í fréttinni kemur líka fram að íbúðum á markaði hafi fjölgað mikið.

Það er merkilegt að bera þetta saman við litla grein sem birtist í tímaritinu The Economist. Þar segir að eftir miklar hækkanir undanfarin ár, þar sem húsnæðisverð hefur sums staðar tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast, sé komið að tímamótum. Verð á húsnæði í stórum borgum sé hætt að hækka – og merki séu um að það fari brátt lækkandi. Economist nefnir London og Sidney, borgir sem eru afar langt hvor frá annarri á hnettinum, en í báðum húsnæðisverð hafi lækkað að undanförnu eftir að hafa náð hæstu hæðum.

Í greininni segir að húsnæðisverð virðist að nokkru leyti vera orðið alþjóðlegt, það hækki og lækki jafnfætis í borgum út um allan heim – hegði sér þannig sumpart eins og hlutabréf.  Segir að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi áhyggjur af því að húsnæðisverð falli út um allan heim og að það muni valda efnahagssamdrætti.

En svo er hægt að líta á málið frá annarri hlið – nefnilega þeirri að kannski sé ekkert vit í hinum miklu hækkunum á húsnæði sem við höfum upplifa.. Í línuritinu sem fylgir greininni er borið saman húsnæðisverð og meðaltekjur í nokkrum borgum – samkvæmt þeim mælikvarða er verðið á húsnæði alltof hátt. Almennir borgarar rísa ekki undir kostnaðinum.

Economist segir að húsnæðisbólan í borgum heimsins sé farin að hægja verulega á sér. Fjármagnskostnaður fari hækkandi, merki um minnkandi hagvöxt, tortryggni gagnvart erlendum fjárfestingum ágerist – og víða sé nóg húsnæði að hafa fyrir utan fáar mjög eftirsóttar og þétt setnar borgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands