fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fimm ára stúlku bjargað af heimili sínu: Nánast ótalandi og vannærð – Svívirðilegur sóðaskapur

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ömurleg sjón hafi mætt lögreglumönnum sem kallaðir voru að íbúð í Moskvu í Rússlandi fyrir skemmstu. Sóðaskapurinn var svo mikill að viðbragðsaðilar voru í sérstökum hlífðargalla þegar þeir fóru inn. Inni í íbúðinni var vannærð og illa haldin fimm ára stúlka.

Rússneskir fjölmiðlar greindu frá þessu um helgina og birtu myndband úr íbúðinni sem sjá má hér að neðan. Í fréttum breskra fjölmiðla, sem vísa í rússneska fjölmiðla, kemur fram að stúlkan hafi augljóslega verið mjög vanrækt. Hún var nánast ótalandi og nokkuð ljóst að hún hafði sjaldan farið út fyrir hússins dyr eða komist í kynni við önnur börn.

Móðir stúlkunnar er sögð heita Irina Garashcenko og er hún sögð vera 47 ára. Af einhverjum ástæðum hafði hún skilið stúlkuna eftir eina í íbúðinni í nokkra daga áður en lögregla fór inn í íbúðina. Sóðaskapurinn var mikill íbúðinni; rusl um öll gólf og kakkalakkar á víð og dreif.

Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir nágranna sem fór inn í íbúðina eftir að lögregla kom á vettvang að það hafi næstum liðið yfir hann þegar hann kom inn. Ástandið í íbúðinni hafi verið svo skelfilegt og lyktin eftir því. „Stúlkan sat í gluggakistunni í stuttermabol en engum nærbuxum. Hún grét og það var enginn matur sjáanlegur. Það voru kakkalakkar út um allt.“

Nágrannar segja að konan, móðir stúlkunnar, hafi sagt að dóttir hennar byggi hjá afa sínum og ömmu. Sannleikurinn virðist þó hafa verið sú að stúlkan var inni í íbúðinni í allan þennan tíma, eða allt frá því að hún kom heim af fæðingardeildinni.

Eftir að lögregla hafði tekið stúlkuna og látið hana í umsjá barnaverndaryfirvalda sneri móðirin aftur í íbúðina. Nágrannar höfðu samband við lögreglu í kjölfarið sem mætti á vettvang og handtók móðirina. Hún á yfir höfði sér ákæru vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?