fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 05:58

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um fimm ár liðin frá því að flug MH370 frá Malaysia Airlines hvarf yfir Indlandshafi þegar vélin var á leið frá Kuala Lumpur Malasíu til Peking í Kína. Um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manns. Ekki er enn vitað hver örlög vélarinnar voru. Þrátt fyrir margra ára leit hefur lítið fundist af braki úr vélinni og fólk er engu nær um hvar hún gæti hafa endað för sína.

Nýlega fóru 50 ættingjar Kínverja, sem voru um borð í vélinni, til Kuala Lumpur til að minna á að fimm ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og til að þrýsta á yfirvöld í Malasíu um að halda áfram leit að vélinni.

Áströlsk yfirvöld stýrðu leitinni árum saman og var leitað á 120.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi en án árangurs. Leit var hætt í janúar 2017. Það litla brak sem hefur fundist úr vélinni fannst á eyjunni Reunion og nokkrum öðrum eyjum við austurströnd Afríku.

Í skýrslu frá því í júlí á síðasta ári kemur fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt handvirkt af einhverjum um borð en í skýrslunni var ekki hægt að skera frekar úr um hvað gerðist eða hver var að verki. Rannsókn á bakgrunni áhafnarinnar og farþega hefur ekki leitt neitt í ljós.

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt.“

Hefur CNN eftir Muguel Marin hjá Air Navigation Bureau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi