fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

La La Land kom, sá og sigraði

Vann til sjö verðlauna á Golden Globe

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2017 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin La La Land kom, sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Hún hlaut sjö verðlaun eða öll sem hún var tilnefnd fyrir. La La Land var meðal annars valin besta myndin í flokki gaman- og söngvamynda.

Damien Chazelle hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og svo besta handrit myndarinnar. Þá voru aðalleikararnir, Emma Stone og Ryan Gosling verðlaunuð fyrir leik sinn í myndinni. Justin Hurwitz var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni og City of Stars var valið besta lagið.

Af öðrum verðlaunum bar það hæst að besta sjónvarpsþáttaröðin var valin Atlanta og leikarinn Donald Glover var valinn besti leikarinn í sjónvarpsþáttaröð (í flokki gamanþátta eða tónlistarþátta) fyrir leik sinn í þáttunum. Besta leikkonan í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar (gaman eða tónlist) var valin Tracee Ellis-Ross fyrir Blackfish.

The Crown var valin besta sjónvarpsþáttaröðin í drama-flokki en Billy Bob Thornton besti leikarinn fyrir Goliath. Besta leikkonan í þeim flokki var valin Claire Foy í The Crown.

Meryl Streep fékk heiðursverðlaun.
Leikkona Meryl Streep fékk heiðursverðlaun.

Moonlight var valin besta kvikmyndin í drama-flokki en besti leikarinn í þeim flokki Casey Affleck fyrir leik sinn í myndinni Manchester By The Sea. Besta leikkonan í sama flokki var Isabelle Huppert fyrir leik sinn í Elle.

Meryl Streep fékk Cecil B Demille-verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda.

Svona féllu verðlaunin á hátíðinni:

Besta sjónvarpsþáttaröð – Gaman eða tónlist: Atlanta
Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð – Gaman eða tónlist: Donald Glover – Atlanta
Besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar – Gaman eða tónlist: Tracee Ellis-Ross – Blackish
Besta sjónvarpsþáttaröð – Drama: The Crown
Besti leikari í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar – Drama: Billy Bob Thornton – Goliath
Besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar – Drama: Claire Foy – The Crown
Besta stutta sjónvarpsþáttaröð: The People v O.J. Simpson
Besta leikkona í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Sarah Paulson – The People v O.J. Simpson
Besti leikari í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Tom Hiddleston – Night Manager
Besta aukaleikkona sjónvarpsþáttaröð: Olivia Colman – Night Manager
Besti aukaleikari í sjónvarpsþáttaröð: Hugh Laurie – Night Manager
Besta kvikmynd – Drama: Moonlight
Besti leikari í aðalhlutverki kvikmyndar – Drama: Casey Affleck – Manchester By The Sea
Besta leikkona í aðalhlutverki kvikmyndar – Drama: Isabelle Huppert – Elle
Besta kvikmynd – Gaman eða tónlist: La La Land
Besta leikkona í aðalhlutverki kvikmyndar – Gaman eða tónlist: Emma Stone – La La Land
Besti leikari í aðalhlutverki kvikmyndar – Gaman eða tónlist: Ryan Gosling – La La Land
Besti aukaleikari í kvikmynd: Aaron Taylor-Johnson – Nocturnal Animals
Besta aukaleikkona í kvikmynd: Viola Davis – Fences
Besta teiknimynd: Zootropolis
Besta kvikmynd á öðru tungumáli en ensku: Elle – Frakkland
Besta kvikmyndatónlist: Justin Hurwitz – La La Land
Besta lag í kvikmynd: City of Stars – La La Land
Besta handrit: Damien Chazelle – La La Land
Besti leikstjóri: Damien Chazelle – La La Land

Cecil B Demille verðlaunin fyrir framlag til kvikmynda: Meryl Streep

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“