fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sex systkini létu lífið í eldsvoða: Það yngsta 11 mánaða

Auður Ösp
Föstudaginn 13. janúar 2017 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex systkini létu lífið eftir eldsvoða í heimahúsi í Baltimore aðfaranótt fimmtudags. Móðir barnanna og þrjú önnur börn hennar komust lífs af.

Móðirin, Katie Malone og börnin þrjú dvelja nú á gjörgæslu en systkinin sex sem létust í eldsvoðanum voru á aldrinum 9 mánaða til 11 ára. Var Katie ein heima með börnin þegar eldurinn braust út, en eiginmaður hennar var í vinnunni.

Átta ára gamalli dóttir Katie tókst að bjarga sjálfri sér og tveimur bræðrum sínum út úr húsinu en hin börnin sex urðu eftir inni. Það var skömmu eftir miðnætti að nágranni fjölskyldunnar leit út um gluggann og tók eftir að húsið stóð í ljósum logum á meðan Katie stóð fyrir utan öskrandi í mikilli geðshræringu. Aðspurð sagði hún að þrjú af börnum sínum væru í bakgarðinum en hin sex væru „uppi.“

Slökkvilið mætti á staðinn örskömmu síðar og fundust lík barnanna sex í brunarústunum. Var eldurinn svo gífurlegur að bíll sem hafði verið lagt nálægt húsinu hreinlega bráðnaði. Um var að ræða þriggja hæða einbýlishús sem er nú gjörónýtt. Lýsir nágranni því þannig að húsið hafi „hrunið til grunna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina