fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

Vopnabúr gert upptækt í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. ágúst árið 1989 greindi DV frá því að lögreglan í Hafnarfirði hefði lagt hald á mikið magn af skotvopnum. Alls fimmtán hólka af ýmsum stærðum og gerðum. Sumar byssurnar voru einhleypur, aðrar tvíhleypur og sumar marghleypur.

Reyndar var um að ræða svokallaðar túttubyssur og hinir seku voru hópur af börnum úr Hafnarfirði og Garðabæ. Voru gerendurnir flestir á aldrinum tíu til tólf ára og höfðu verið í stríðsleikjum í Garðabæ.

Túttubyssur eru alls ekki meinlausar en úr þeim er yfirleitt skotið steinum eða berjum. Vel er hægt að brjóta rúður eða blinda fólk með þeim. Byssurnar sjálfar eru yfirleitt gerðar úr hvítum plaströrum, sem afklipptur „putti“ eða „tútta“ af uppþvottahanska er límd á með einangrunarlímbandi.

Umræddir krakkar höfðu einmitt skotið á bíl og skemmt hann töluvert. Þetta voru fyrstu skemmdirnar sem lögreglan í Hafnarfirði var vör við af völdum túttubyssa.

„Þetta getur verið stórhættulegt,“ sagði einn lögregluþjónninn við DV. „Ef hörðum hlutum er skotið úr þessum byssum af stuttu færi er eflaust hægt að skaða fólk, ég tala nú ekki um ef það sem skotið er úr þessu fer í augu fólks. Við höfum grun um að krakkarnir skjóti mest smásteinum úr þessum byssum.“

Andapollurinn á Akureyri
Unglingar stútuðu tveimur öndum.

Skutu gogginn af önd

Þessi vopnafundur varð ekki til í tómarúmi. Eiginlegur túttubyssufaraldur hófst á níunda áratugnum hjá krökkum landsins. Oft var skipt í fylkingar og barist á hentugum svæðum, til dæmis í kirkjugörðum eða lystigörðum. Var þetta nokkurs konar litabolti (paintball) síns tíma.

En börn notuðu túttubyssurnar einnig á málleysingja. Árið 1986 greindi DV frá því að unglingar á Akureyri hefðu drepið tvær endur með því að skjóta þær í höfuðið með túttubyssum. Gerðist þetta með nokkurra daga millibili á andapollinum, fyrir neðan sundlaugina.

Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður og formaður umhverfismálanefndar bæjarins, sagði:

„Öndin, sem fannst í fyrradag, var skotin í hausinn þannig að goggurinn rifnaði. Öndin gat ekkert étið og veslaðist því upp og drapst að lokum. Það er komið inn til okkar í sundlaugina annað slagið og okkur sagt frá krökkum við andapollinn með túttubyssur.“

Hin öndin drapst samstundis. Má ætla að þessir unglingar hafi ekki notað ber við skotleiki sína.

Marghleypa
Túttubyssugerð var frumlegt sport.

Lýðheilsulegur vágestur

Beinar lýðheilsulegar tölur liggja fyrir um afleiðingar túttubyssuæðisins. Túttubyssur orsökuðu 20,6 prósent augnmars reykvískra barna á árunum 1984 til 1993. Var greint frá þessu í Læknablaðinu árið 1995 og tölurnar fengnar frá Landakotsspítala.

Á þessu tímabili voru 133 börn lögð inn á spítalann vegna augnslysa, 109 drengir og 24 stúlkur. Rúmur helmingur þeirra var með augnmar og langflest slysanna urðu við leik. Í þessari rannsókn sást að túttubyssuæðið var í rénun. Á fyrri hluta tímabilsins höfðu 26,7 prósent augnmars hlotist af völdum túttubyssa en aðeins 8,7 prósent á seinni hlutanum.

Túttubyssur eru nú nánast horfnar úr menningu barna og unglinga á Íslandi. En þó stinga þær annað slagið upp kollinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn