fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Afhjúpa skelfilega mengun í Bandaríkjunum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi renna milljónir lítra af vatni, sem inniheldur meðal annars arsenik, blý og aðra eitraða málma, út í ár, læki og tjarnir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í afhjúpun AP-fréttastofunnar um stöðu mála í ríkjum á borð við Montana, Kaliforníu, Colorado og Oklahoma.

Vatnið rennur frá námusvæðum og hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki. Þá eru dæmi um að drykkjarvatn hafi mengast á ákveðnum svæðum. Í umfjöllun AP kemur fram að mengunin sé arfur frá tímum þegar námuiðnaðurinn blómstraði og reglugerðum í kringum þennan mengandi iðnað var ábótavant.

Fyrirtæki sem grófu til dæmis eftir silfri, blýi og gulli gátu yfirgefið námusvæði um leið og þau voru ekki lengur arðbær. Báru fyrirtækin ekki ábyrgð á að hreinsa til eftir sig þegar starfseminni lauk. Skildu fyrirtækin því eftir mengað vatn í námunum sem enn hefur mikil áhrif á lífríki.

Í rannsókn sinni skoðaði AP 43 námusvæði í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, en á þessum svæðum voru nokkur hundruð námur. Allar áttu það sameiginlegt að hafa verið yfirgefnar án þess að hreinsað væri til eftir að starfsemi lauk.

Samkvæmt útreikningum og gögnum sem AP aflaði sér leka tæplega 190 milljónir lítra af menguðu vatni úr þessum námum á hverjum degi að meðaltali. Í mörgum tilfellum fer vatnið óhindrað í grunnvatnsból og þar með út í lífríkið. Í öðrum tilvikum er vatnið meðhöndlað og hreinsað en það er kostnaðarsamt og fyrirséð að sú vinna þurfi að standa yfir í nokkur þúsund ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra