fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Atladóttir, tölvunarfræðingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átti heldur betur eftirminnilega stund þegar hún rakst á frægan leikara sem gladdi hana á dögunum með sjarma sínum.

Katrín var stödd á veitingastað í Berlín í Þýskalandi þegar lítill heimur minnkaði enn meir. Þá kom hún auga á hinn Óskarstilnefnda Jonah Hill, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum eins og Superbad, The Wolf of Wall Street og 21 Jump Street ásamt framhaldi hennar.

Borgarfulltrúinn stóðst ekki mátið að smella af nokkrum ljósmyndum í laumi af kappanum, enda mikill aðdáandi leikarans, undir myllumerkinu „Boladagur“.

Hins vegar tók kvöldið ófyrirsjáanlega stefnu þegar hún mætti Hill á leiðinni út af veitingastaðnum og fékk vingjarnlegar viðtökur. Katrín greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í nokkrum bindum þar sem hún slær á létta strengi og segir:

„Ég og Jonah Hill fórum á klósettið á sama tíma og þegar hann yfirgaf veitingastaðinn sagði hann Byee, take care og vinkaði mér og brosti. Ég sagði bye you too og núna erum við besties.“

Jonah Hill var staddur í Þýskalandi vegna kvikmyndahátíðarinnar Berlinale en þar kynnti hann kvikmyndina sína, Mid90s, sem er jafnframt hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd sem leikstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk