fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Veitur ohf. tvöfölduðu orkureikninginn án heimildar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 07:45

Veitur Ohf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsmaður Veitna ohf. kom að húsi í Garðabæ snemma síðasta sumar til að lesa af mælum fyrir heitt og kalt vatn var enginn heima. Hann skildi því eftir miða og bað húsráðanda að senda inn upplýsingar um mælastöðuna. Húseigandinn gleymdi þessu og í lok sumars var reikningur hans tvöfaldaður. Þetta var Veitum ohf. óheimilt að gera samkvæmt úrskurði Orkustofnunar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að Veitur ohf. hafi tvöfaldað orkureikninginn til að knýja á um álestur. Húsráðandinn, Rúnar Stanley Sighvatsson, gleymdi hins vegar að lesa á mælana, þótt beiðni þar um væri ítrekuð. Í lok sumars fékk hann skilaboð um að reikningur hans hefði verið hækkaður úr 17.861 krónur í 37.730 krónur og var sú upphæð gjaldfærð á greiðslukort hans.

Rúnar var ósáttur við þetta og kvartaði til Orkustofnunar sem segir að ekki megi hækka áætlun sem hluta af þvingunarúrræði til að knýja fram álestur. Því hafi tvöföldun áætlunar og reikningsupphæðar verið ólögleg í þessu tilfelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“