fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fókus

Björk og Sindri hætt saman

Fókus
Föstudaginn 8. febrúar 2019 21:00

Björk og Sindri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Björk og rithöfundurinn Sindri Freysson eru hætt að stinga saman nefjum, en parið vakti víða athygli á haustmánuðum þar sem það sást leiðast um borgina og láta vel hvort að öðru á veitingahúsum í miðbæ Reykjavíkur.

Þau voru einnig áberandi gestir á tónleikahátíðinni Iceland Airwaves í nóvember og skrifaði rapparinn og leikstjórinn Ágúst Bent meðal annars um heimsókn þeirra á eina tónleikana á sínum tíma.

Í fyrrasumar lauk Björk Útópía-tónleikaferð sinni um Evrópu og mun koma fram á nokkrum tónleikum í The Shed, nýju og glæsilegu menningarhúsi sem vígja á í New York á vordögum, en þar mun hún flytja tónlist af væntanlegri plötu sinni, Cornucopia.

Búið er að boða að um verði að ræða eina glæsilegustu tónleika söngkonunnar þar sem mikið verður lagt í myndræna þáttinn með aðstoð stafrænnar tækni og leikrænni umgjörð.

Sindri gaf út fyrir nýliðin jól ljóðabókina Skuggaveiði sem fékk afbragðs viðbrögð lesenda en hann er kunnur fyrir skáldsögur sínar og ljóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins