fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Í hörðum slag: Blaðamenn verða viðmælendur í nýrri bók

Reynsluboltar í íslenskri blaðamennsku deila frásögnum sínum og sjónarmiðum

Auður Ösp
Föstudaginn 9. desember 2016 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafélag Íslands hefur gefið út bókina Í hörðum slag en þar greina 15 þjóðþekktir íslenskir blaðamenn frá sjónarmiðum sínum og reynslu af blaðamennsku á seinni hluta 20. aldar og upphafi þessarar aldar. Útgáfu bókarinnar var fagnað nú í dag og var ljósmyndari DV á staðnum þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

Guðrún Guðlaugsdóttir er höfundur viðtalanna sem birtast í bókinni og segir í tilkynningu að hún nái af næmni að skyggnast með viðmælendum sínum baksviðs í frétta- og þjóðmálaumræðu á miklum umbrotatímum í Íslandssögunnar. Þannig gefist einstakt tækifæri til að kynnast samtímis mikilvægum vendingum í fjölmiðlun á Íslandi og kynnast einstaklingum sem öðrum fremur hafa stjórnað upplýsingastreymi til almennings áratugum saman.

„Viðtölunum fylgja nýjar glæsilegar protrettmyndir Kristins Ingvarssonar af viðmælendum. Bókin hefur einnig að geyma einstakan ljósmyndakafla sem byggir á fréttaljósmyndasafni Gunnars V. Andréssonar sem hefur skráð með myndrænum hætti sögu þjóðarinnar í 50 ár,“ kemur jafnframt fram í tilkynningunni en bókinni lýkur á fræðilegri samantekt um fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri skrifar, en hann er jafnframt ritstjóri bókarinnar.

Viðmælendur Guðrúnar eru Björn Vignir Sigurpálsson, Magnús Finnsson, Steinar J Lúðvíksson, Kári Jónasson, Ingvi Hrafn Jónsson, Freysteinn Jóhannsson, Árni Johnsen, Jóhanna Kristjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Kjartan L. Pálsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Jóhannes Reykdal, Úlfar Þormóðsson, og Sigurdór Sigurdórsson.

Bókin kemur út í tilefni afmælis Blaðamannafélagsins sem verður 120 ára á næsta ári. Það er Blaðamannafélagið sem gefur út bókina í samvinnu við Sögur útgáfu og Háskólann á Akureyri.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi