fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Baldvin var öflugur knattspyrnumaður: Hefur barist við heilaæxli í fimm ár – Grét í fyrsta skipti í fyrra eftir greiningu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstöðin N4 sýndi í gær fyrsta þátt í nýrri þáttarröð, Ungt fólk með krabbamein. Í fyrsta þættinum af Ungt fólk og krabbamein var farið yfir sögu Baldvins Rúnarssonar en hann greindist með stórt heilaæxli 19 ára gamall. Hann er 25 ára í dag og tekst á við veikindin af miklu æðruleysi.

Baldvin er að þjálfa hjá Þór í fótbolta en hann þótti nokkuð efnilegur knattspyrnumaður, veikindin gerðu honum erfitt fyrir að halda þeirri iðkun áfram.

Baldvin lék með Magna í 3. deild karla árið 2014 en hann er áfram að berjast við veikindin sem gerðu fyrst vart við sig fyrir meira en fimm árum.

Baldvin hefur í þrígang farið í aðgerð á heilanum en hann er nú í lyfjameðferð við æxlinu. Ótrúlegt æðruleysi Baldvins hefur vakið athygli.

 

View this post on Instagram

 

Grasrótin ⚽️?

A post shared by Baldvin Rúnarsson (@bazv3l) on

„Þetta er auðvitað hraðahindrun á manni, ég var búinn að fá inn á skólastyrk í Bandaríkjunum, í Alabama,“ sagði Baldvin í þættinum á N4 í gær.

„Ég komst samt út í eina önn, þá úti fæ ég í fyrsta skipti flogakast sem heilaæxlið olli. Fer heim í myndatöku um jólin, þá þurfti ég að fara í aðra aðgerð. Ég gat ekki haldið námi áfram, mér fannst þetta hundleiðinlegt, ég var með besta vini mínum í námi út. Mér fannst leiðinlegast að þurfa að skilja hann eftir, það var ekki nein brjáluð fýla í mér. Ég var bara að flytja heim aftur á Akureyri og gera það sem læknarnir sögðu mér að gera.“

Eins og fyrr segir hefur Baldvin tekist á við þessi alvarlegu veikindi með jákvæðnina að vopni.

„Þú getur ekki verið undirbúinn undir svona, þrátt fyrir að hafa lent í öðru áfalli. Þú veist aldrei hvernig 19 ára einstaklingur, tekur svona fréttum. Ég spáði aldrei í þetta, þetta gerðist bara.“

,,Ég upplifði það að foreldum mínum liði verr en mér leið, ég hugsa að eiga barn í þessari stöðu sé mjög erfitt.“

 

View this post on Instagram

 

Run kid run! ?? www.hlaupastyrkur.is

A post shared by Baldvin Rúnarsson (@bazv3l) on

Ég myndi segja að ég væri heppinn, hvernig ég tók þessu. Ég er þakklátur og stoltur, ég er rosalega stoltur af sjálfum mér. Ég hef aldrei sagt þetta áður,“ sagði Baldvin en hvernig eru dagarnir eftir aðgerð?

,,Fyrstu dagarnir eftir svona aðgerðir, maður er á svo miklum lyfjum. Maður svífur um á skýi, maður veit ekkert hvernig manni líður. Daginn eftir man maður varla hver var í heimsókn. Þetta er vopnabúr sem þeir eru með, það er undir hnífinn, geislar og lyfin. Reynt að drepa þetta. Það er reynt að drepa allt nema sjálfan þig, þau eru algjör viðbjóður þessi frumudrepand lyf, geislarnir eru erfiðir. Þú ert þreyttur og þér er óglatt eftir svona.“

Flog hafa fylgt æxlinu sem er í heila Baldvins og má hann ekki lengur keyra bíl, það reyndist erfiður pakki þegar hann ætlaði í nám í Reykjavík.

„Ég er ekki með bílpróf, út af þessum flogum. Ég prufaði að fara í HR í eina önn, það tók mig 1 klukkutíma og 45 mínútur að komast í skólann, að vera bíllaus í Reykjavík er ekki fyrir mig. Ég prufaði HA í miðri lyfjameðferð.“

Þrátt fyrir veikindin heldur Baldvin áfram að lifa lífinu, hann er duglegur að ferðast erlendis. Hann fór einn til Ástralíu í tæpa tvo mánuði og hefur fylgt íslenska landsliðinu eftir á HM í Rússlandi og á EM í Frakklandi.

„Þetta er félagsskapurinn í kringum þetta, umræðan um þetta. Það fara heila vikurnar og mánuðirnir í að ræða um þetta, upplifunin að vera á vellinum. Ég hef verið að þjálfa frá því að ég var í 10. bekk, fótbolti hefur verið svo mikill partur af manni frá því að maður var 6 ára.“

 

View this post on Instagram

 

Þetta er að gerast! #603 #harkanorðursins

A post shared by Baldvin Rúnarsson (@bazv3l) on

Fjölskylda og vinir Baldvins standa þétt við bakið á honum og hefur hann ekki leitað sér aðstoðar í hópum sem styðja við fólk í svona baráttu.

„Ég á svo marga góða að, ef það er ekki fjölskyldan þá eru það vinirnir. Ég hef ekki sótt mikinn stuðning í hópum sem eru í boði. Minn stuðningur er í fjölskyldu og vinum, bjóðast daglega til að gera eitthvað fyrir mann. Það er mín leið,“ sagði Baldvin sem pirrast á því þegar fólk spyr hvort hann sé í afneitun.

„Ég fæ mikið af spurningum hvort ég sé í afneitun, það fer í taugarnar á mér. Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera í afneitun, ef mér líður vel og er sáttur með vini mína og fjölskyldu. Þakklátur fyrir þá aðstoð, ef ég er ekki í algjöru þunglyndi. Þá sé ég ekki ástæðu til þess að segja það.“

Þrátt fyrir að vera jákvæður og bjartsýnn á framtíðina kom augnablik í fyrra sem fékk Baldvin til að spyrja sig spurninga.

„Hún kom í fyrra, það var í fyrsta sinn sem ég grét eftir að ég greindist. Ég var heima, bjó hjá mömmu og pabba. Fór bara að gráta, ég veit ekki af hverju. Ég fór undir kodda og sagði: „Getur þetta ekki klárast. Ég nenni þessu ekki lengur.“ Það er í eina skiptið sem ég hef lent á vegg.“

„Ég gefst ekki upp, framtíðin er björt. Það er eitthvað í hausnum á mér sem stoppar mig að hugsa um hana, það er eins og hausinn leyfi manni ekki að hugsa lengra. Ég er ekki að spá í að ég sé að deyja, það hefur aldrei verið þannig. Það er ekki viljandi að ég hugsi ekki um framtíðina.“

Baldvin er nú í lyfjameðferð sem hófst á síðasta ári en meðferðin er að bera árangur og hefur æxlið minnkað.

 

View this post on Instagram

 

ný jól, ný lyfjameðferð, sama ljón.

A post shared by Baldvin Rúnarsson (@bazv3l) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park