Bardagamaðurinn Conor McGregor fylgdist með leik Manchester United og Arsenal í enska bikarnum í gær.
McGregor er maður sem flestir kannast við en hann hefur lengi verið einn allra besti UFC bardagamaður heims.
Hann er mjög hrifinn af Ole Gunnar Solskjær sem er þjálfari United í dag og fyrrum leikmaður liðsins.
McGregor setti inn Twitter-færslu eftir sigurinn í gær þar sem hann talar um ástríðu hins ‘sérstaka’ Solskjær.
United hefur gert frábæra hluti undir stjórn Solskjær en liðið hefur unnið átta leiki í röð.
Það var ekki eins áður en Norðmaðurinn kom en gengið undir Jose Mourinho var alls ekki gott.
Hér má sjá færslu McGregor.
Ole Gunnar Solskjær is a special man!
The Man United Super Sub.
Player AND Manager. Insane!
You can feel the passion he has for his club and it’s history.
Beaming with pride as he vividly explains the teams amazing counter attacking ability over the years. Past and present!
Wow!— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) 26 January 2019