fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

Margrét var í vandræðum – Örn bjargaði málunum með þekktu popplagi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack danskennari í Kramhúsinu og burlesquedrottning með meiru bað vini sína á Facebook um aðstoð við að finna nafn á ferðalagi sem hún er að setja saman. Um er að ræða burlesque- og varietysýningar, sem haldnar yrðu um allt land.

Nafnið mátti ekki innihalda orðið „kabarett“ til að ferðalaginu yrði ekki ruglað saman við Reykjavík Kabarett, ekki vera of útlenskt, en samt að geta laðað að ferðamenn í Reykjavík, það mátti nota eftirnafn Margrétar, en samt margir sem eiga í vandræðum bæði með að skrifa það og bera fram (borið fram Mokk).

Nafnið mátti hins vegar gefa ferðalag í skyn, gefa í skyn að það væri fullorðinssýning og kom Margrét fram sjálf með orð eins og Skál, Mokkakvöld og Riðið um héruð.

Fjöldi skemmtilegra og góðra tillaga kom fram en sú besta og sú sem Margrét valdi kom frá Spaugstofumanninum og leikaranum Erni Árnasyni, sem stakk upp á nafninu Búkalú.

Eins og flestir vita líklega þá er orðið nafn á einu þekktasta lagi Stuðmanna.

Margrét svaraði óðara „Búkalú er stórkostlegt. Þyrfti leyfi frá frá herr Jakob Fríamann (einn meðlima Stuðmanna).
Svaraði hann daginn eftir og sagðist veita heimild sína.

„Búkalú hefur verið einróma samþykkt í nefndinni. Örn Árnason fær boðsmiða í sumar og Jakob Frímann hefur lagt blessun sína yfir ráðahaginn. Faglínan Um lönd og lendar kom frá Sara Jónsdóttir sem mun hafa hönd í bagga með eina sýninguna. Fylgist spennt með,“ segir Margrét.

Við bíðum spennt eftir Búkalú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London