fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Ljósið fékk góða gjöf – „Svona framlag skiptir sköpum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 15:00

Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins ásamt aðstandendum Evu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorni Ljóssins, í minningu Evu, sem lést á jóladag, 25. desember síðastliðinn, þá nýorðin sjötug.

Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til Ljóssins, en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. „Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri ljósberar notið hannyrðastarfsins til að stytta stundi, rækta hugann og bæta líðan,“ segir á Facebook-síðu Ljóssins.

Að auki færði maður hennar, Ragnar Jónasson, 100.000 krónur til annarar starfsemi Ljóssins en gjöfin er að hluta til peningar sem Eva fékk í tilefni 70 ára afmælis síns.

„Við í Ljósinu sendum auðmjúk okkar allra björtustu þakkarkveðjur til allra ættingja og vina Evu. Það er óhætt að segja að svona framlag skipti sköpum en hver ein og einasta króna sem okkur gefst rennur í endurhæfingarstarfið og umgjörð þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli