fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður keyrði fram hjá Háteigsskóla í Reykjavík í morgun án þess að vera búinn að skafa rúðurnar á hlið bílsins. Foreldri barns við skólann tók myndirnar í morgun og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

„Þetta var fyrir utan Háteigsskóla í morgun. Við höfum margoft talað um umferðaröryggi fyrir utan skólann en þetta setti alveg punktinn yfir i-ið,“

sagði foreldrið í samtali við DV. „Manneskjan keyrði ekki inn á planið við skólann heldur keyrði fram hjá. Þetta var einhver að flýta sér.“

Samkvæmt reglugerð geta ökumenn sem keyra um með hélaðar rúður fengið sekt upp á 20 þúsund krónur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ítrekað bent ökumönnum á að skafa rúðurnar, sérstaklega á dögum sem þessum þar sem flestir ökumenn þurfa að skafa. Árið 2015 sagði almennur borgari á Fésbókarsíðu Lögreglunnar að Íslendingar hafi ekki tíma til að skafa, lögreglan svaraði þá um hæl:

„Það hafa allir tíma í það. Það hefur hinsvegar enginn tíma í að klessa á, vegna þess að viðkomandi sá ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“