fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Hyggjast hækka lægstu launin án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 10:00

Grindavík úr lofti Mynd-grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavíkurbær hyggst hækka laun þeirra hópa sem lægst laun hafa í sveitarfélaginu, einhliða, en Samband íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboðið vegna launakjara.  Sviðsstjóra Grindavíkurbæjar hefur verið falið að vinna málið áfram eftir að bæjarfulltrúar sammæltust um þessa ákvörðun á bæjarráðsfundi. Fréttablaðið greinir frá.

„Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla. Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“

segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs og nefnir að um misræmi í launum hafi verið að ræða. Hann veit ekki hversu margir fá launahækkun og veit því ekki hvað hækkunin mun kosta bæjarfélagið, en það komi í ljós á næsta  bæjarráðsfundi.

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með umboð sveitarfélaga til að semja um laun starfsmanna þeirra. Mörg sveitarfélög hafa hinsvegar bent á að þegar farið er fram á launahækkanir innan einstakra sveitarfélaga, hafi þau sveitarfélög ekki umboð til að samþykkja slíkar kröfur. Hjálmar segist vona eftir að það leysist:

„Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?