fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 18:00

Ekki einfalt en þetta er hægt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa hannað nýtt mataræði sem sagt er geta komið í veg fyrir að 11,6 milljónir manna deyi fyrir aldur fram á hverju ári. Þá á mataræðið einnig að stuðla að minnkun gróðurhúsalofttegunda og vernda þar með meira landsvæði, votlendi og líffræðilega fjölbreytni.

Farið er yfir mataræðið í grein í Lancet, en í stuttu máli felst það í því að borða helmingi meira af hnetum, ávöxtum og grænmeti en helmingi minna af kjöti og sykri.

Viðamikil yfirhalning

Í skýrslunni segir að það verði ómögulegt að fæða tíu milljarða manna árið 2050 ef matarvenjur jarðarbúa breytast ekki.

„Maturinn sem við borðum og hvernig hann er framleiddur ákvaðrar heilsu fólks og jarðarinnar, og við erum að gera þetta mjög vitlaust eins og stendur,“ segir höfundur skýrslunnar, Tim Lang, sem er vísindamaður við háskólann í London.

„Við þurfum viðamikla yfirhalningu og breytingu á alþjóðafæðukerfi okkar á vegu sem ekki hefur sést áður, en einnig taka mið af aðstæðum í hverju landi fyrir sig,“ segir hann og bætir við að þetta vandamál sé ekki auðleyst.

Í rannsókninni tóku 37 vísindamenn frá 16 löndum höndum saman og hönnuðu mataræðið. Í skýrslunni kemur fram að mataræðið henti mismunandi menningarheimum en einnig mismunandi matarvenjum, til að mynda grænmetisætum og grænkerum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“