fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Matthew McConaughey klár í þriðju þáttaröð True Detective ef handritið verður gott

Myndi ekki hika í eina sekúndu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta þáttaröðin af spennuþáttunum True Detective vakti verðskuldaða athygli og var að margra mati besta þáttaröð ársins 2014. Önnur þáttaröðin, sem fór í loftið árið 2015, þótti ekki heppnast jafn vel en þrátt fyrir það eru framleiðendur þáttarins, HBO, með þriðju þáttaröðina í bígerð.

Independent greindi frá því á dögunum að Matthew McConaughey, sem fór á kostum í fyrstu seríunni, sé tilbúinn að leggja fram krafta sína verði handritið gott. Hann og Woody Harrelson þóttu sýna stórleik þegar þeir túlkuðu rannsóknarlögreglumennina Martin Hart og Rustin Cohle sem rannsökuðu morð á fyrrverandi vændiskonu. Í annarri þáttaröðinni fóru Vince Vaughn, Rachel McAdams og Colin Farrell með aðalhlutverkin.

Matthew var gestur í spjallþætti Rich Eisen‘s á dögunum og þar barst talið að þriðju þáttaröð True Detective. Þegar Matthew var spurður hvort hann gæti hugsað sér að snúa aftur í þættina sagði hann: „Ef handritið verður vel skrifað og það myndi standa til boða, þá myndi ég ekki hika í eina sekúndu.“

Óvíst er þó hvort af þessu verður og þá hvernig útfærslan yrði. Casey Bloys, einn af yfirmönnum HBO, sagði á blaðamannafundi fyrir skemmstu að þriðja serían væri á teikniborðinu. Sagðist hann hafa rætt við Nic Pizzolatto, handritshöfund þáttanna, um málið og báðir væru þeir spenntir fyrir verkefninu. Óvíst er þó hvenær tökur hefjast en úr því sem komið er þurfa aðdáendur líklega að bíða til ársins 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Í gær

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig