fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

„Allt mun loga í febrúar ef ekki semst“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati margra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar ganga kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) alltof hægt fyrir sig. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að allt muni loga á vinnumarkaði í febrúar ef samningar nást ekki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Aðalsteini að menn verði að einsetja sér að setja kraft í viðræðurnar með það að markmiði að ljúka þeim á næstu tveimur vikum.

„Ef svo verður ekki tel ég að verkalýðshreyfingin telji sig knúna til þess að fara í aðgerðir.“

Er haft eftir honum.

Sýn verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda á gang viðræðnanna er mismunandi því Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar væru á góðu róli.

Haft er eftir Aðalsteini Árna að mikilvægur tímapunktur sé runninn upp í viðræðunum.

„Hver mánuður er dýr fyrir okkar fólk en á sama tíma sparar atvinnulífið sér milljarða. Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Í gær

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun