fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Ingibjörg ósátt við Þorstein og Ólafur vill afsökunarbeiðni: „Dylgjur, aðdróttanir og slúður“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona Ólafs Ólafssonar athafnarmanns sem afplánar nú eftirstöðvar dóms vegna Al-Thani á heimili sínu er afar ósátt við skrif Morgunblaðsins um Ólaf. Í frétt Morgunblaðsins er fjallað um fyrrverandi lögreglumanninn Jens Gunnarsson sem ákærður var fyrir meinta spillingu í starfi. Eftir að hann lét af störfum var hann ráðinn til Öryggismiðstöðvarinnar. Stærsti eigandi Öryggismiðstöðvarinnar, félagið Kjalari átti um 10 prósent hlut í Kaupþingi og var tekið fram að hann væri einn helsti viðskiptafélagi Ólafs.

Þá kom fram í fréttinni að annar maður Gottskálk Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni hefði einnig verið kærður. Í frétt Morgunblaðsins er greint frá því í ákæru hafi Gottskálk átt í samskiptum við Jens. Hann er sakaður um að hafa lofað honum 500 þúsund krónum og tveimur flugmiðum fyrir skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka. Hét skýrslan: „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ Sept­em­ber 2010. Strictly confidential.“

Segir ósanngjarnt að draga Ólaf inn í fréttina

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ingibjörg er afar ósátt að Ólafur sé dregin inn í frétt um meinta spillingu innan lögreglunnar og segir blaðamennsku Morgunblaðsins hafa náð nýjum lægðum. Segir hún Þorstein Ásgrímsson, aðstoðarfréttastjóra, á langsóttan og lágkúrulegan hátt tengja eiginmann hennar við málið.

„Þorsteinn upplýsir að eigendur Öryggismiðstöðvarinnar séu helstu stjórnendur félagsins með 40% og að 60% séu í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Síðan eyðir Þorsteinn töluverðu púðri í að tengja þá Ólaf og Hjörleif viðskiptaböndum og dregur upp tengsl Ólafs við Kaupþing og Al Thani málið. Niðurstöðuna lætur hann lesendum eftir að finna út úr og er nokkuð augljóst að hún á að vera sú að Ólafur hljóti að vera á bak við verknaðinn.“

Heldur Ingibjörg fram að að sá sem hafi reynt að kaupa gögnin sé breskur kaupsýslumaður sem hafi engin tengsl við Ólaf.

„Þá hefur Ólafur engin tengsl við Öryggismiðstöðina og er ekki aðili að þessu sakamáli, hvorki sem vitni né sakborningur. Ef áhugi var fyrir hendi þá hefði Þorsteinn getað leitað upplýsinga um þetta einfaldlega með því að tala við hlutaðeigandi aðila. En sá áhugi var greinilega ekki fyrir hendi hjá blaðamanni, því þar með hefði tilgangurinn, sem var að bendla Ólaf við málið, verið fyrir bí.“

Ólafur bregst við

Ólafur sendi Morgunblaðinu yfirlýsingu og sagði fréttina ranga og fela í sér ærumeiðandi aðdróttanir.

„Álíka gáfu­leg nálg­un blaðamanns væri að nefna tengsl þeirra þúsunda annarra Íslend­inga sem áttu hlut í Kaupþingi í tengsl­um við þessa frétt. Það geta varla tal­ist eðli­leg né fag­leg vinnu­brögð að bendla óviðkom­andi við frétt­ir. Ég teng­ist ekki Örygg­is­miðstöðinni, né þeim sem ákærðir eru í um­ræddu spill­ing­ar­máli, né til­raun­um til að kaupa um­rædda skýrslu.“

Sagði Ólafur að þarna væri farið með fleipur. „Ég krefst enn fremur form­legr­ar af­sök­un­ar­beiðni hlutaðeig­andi á því að hafa verið bendlaður við þessa frétt sem er mér, eins og áður er sagt, með öllu óviðkom­andi.“

Morgunblaðið svarar

Viðbrögð Morgunblaðsins voru að birta stutta yfirlýsingu þar sem sagði einfaldlega að Morgunblaðið stæði við fréttina.

Ingibjörg var ósátt og sagði:

„blaðið „standi við fréttina“. Standi við hvað? Dylgjurnar, aðdróttanirnar og slúðrið? Svona blaðamennska dæmir sig sjálf og sýnir hversu lágt blaðamaður og ritstjóri eru tilbúnir að leggjast í þeim tilgangi að leggja stein í götu manna sem sitja varnarlausir undir ávirðingunum. Mikil er þeirra skömm.“

Hér má lesa pistil hennar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda