fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Malín Brand – „Ég þarf ekki að skammast mín fyrir að vera sú sem ég er“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malín Brand er 37 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað meira á ævinni en margur annar. Hún var alin upp við stranga trú Votta Jehóva og þekkti ekki jól, afmæli eða annað slíkt í æsku og á unglingsárum og giftist ung manni sömu trúar. Í dag er hún nýlega trúlofuð ástinni í lífi sínu og komin í draumastörfin með kærleika og endurvinnslu að vopni.
Í viðtali við blaðamann DV ræðir Malín uppeldið og trúna, atvikið sem umturnaði lífi hennar, bíladelluna, Parkinson-sjúkdóminn, sem hún greindist með í fyrra og ástríðuna fyrir nýjum verkefnum og áskorunum.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Finnst þér fólk eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið út sína refsingu?

„Ég tel að þegar einstaklingur er búinn að taka út sína refsingu, þá sé ekki fallegt að rifja mál hans endalaust upp, en málið mun alltaf loða við viðkomandi. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir að vera sú sem ég er, mín gildi eru á hreinu, ég er að sýna með verkum mínum í dag hver þau eru.

Fólk á skilið annað tækifæri í lífinu, ég fæ sting í hjartað þegar mál er tekið upp í fjölmiðlun og fólk drullar yfir viðkomandi einstakling. Mér líður illa fyrir hönd viðkomandi af því að ég hef verið sjálf í þessum sporum og þetta á enginn að þurfa að ganga í gegnum. Við eigum ekki að gera svona, þannig byggjum við ekki hvert annað upp. Með mannkærleika að leiðarljósi þá getum við ekki gert svona.

Hver sá sem ætlar að dæma mig fyrir mistök sem ég gerði í fortíðinni verður bara að eiga það við sig,“ segir Malín og bætir við að hvað varðar þetta mál, líkt og uppeldið, vildi hún þrátt fyrir allt engu breyta.

„Ég myndi engu vilja breyta þótt þetta hafi verið erfitt tímabil, vegna þess að ég er rosalega hamingjusöm þar sem ég er núna og mér hefur aldrei liðið betur. Þrátt fyrir öll áföllin; andlát mömmu og pabba, þetta hryllilega mál, Parkinson, ég er á svo góðum stað. Við,“ bætir hún við og lítur á Óðinn, sem kom með móður sinni í viðtalið og hefur lesið í bók, meðan það fer fram.

„Þetta er bara stormandi lukka, Doddi, þetta er bara yndislegt. Stundum finnst mér þetta vera of gott til að vera satt, ef þetta er draumur þá vil ég ekki vakna, allavega ekki strax,“ segir Malín einlæglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta