fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Matur

Þetta eru vinsælustu skyndibitastaðir Íslands

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 09:00

Íslendingar elska skyndibita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjártæknifyrirtækið Meniga birtir á heimasíðu sinni áhugaverða úttekt á hve miklu Íslendingar eyða í mat, hvar þeir kjósa að versla í matinn og hvað þeir kaupi mest af skyndibita. Þegar litið er á vinsælustu skyndibitastaði landsins samkvæmt Meniga kemur í ljós að Dominos Pizza er langvinsælasti skyndbitastaðurinn og með tvöfalt meiri markaðshlutdeild en KFC, sem vermir annað sætið.

Í þriðja sæti er síðan Subway með sjö prósent markaðshlutdeild þannig að það má segja að amerískar keðjur heilli Íslendinga mest ef marka má þessa úttekt. Serrano er í fjórða sæti með fjögur prósent markaðshlutdeild og Hamborgarabúlla Tómasar og American Style deila með sér fimmta sætinu með þrjú prósent markaðshlutdeild.

Aðrir staðir sem komast á blað á topp tíu lista Meniga eru Hlöllabátar, Nings, Eldsmiðjan og Pizzan, en hér fyrir neðan má sjá topp tíu listann í heild sinni.

Krónan sækir í sig veðrið

Í úttekt Meniga er einnig farið yfir meðalútgjöld í matarinnkaupum, en meðalmanneskja í Meniga eyddi tæplega 610 þúsund krónur í matarinnkaup á síðasta ári, 4 prósentum meira en árið 2017. Vinsælasta matvöruverslunin er Bónus með 27 prósent markaðshlutdeild en á eftir henni kemur Krónan með 19 prósent markaðshlutdeild. Er það sérstaklega tekið fram í úttekt Meniga að Krónan sæki í sig veðrið. Aðrar vinsælar verslanir eru til að mynda Hagkaup, Nettó, Costco og Iceland.

Taka skal fram að um er að ræða meðaltöl allra þeirra sem eru í Meniga, en þjónustuna má nálgast í gegnum stóru bankana þrjá, og að þessi gögn eru ópersónugreinanlegar samantektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar