fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Þriggja ára undrabarn slær í gegn: Grét eftir tap gegn heimsmeistara

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára rússneskur drengur, Mikhail Osipov, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hafa komið fram í skemmtiþætti þar í landi. Þátturinn sérhæfir sig í því að þar koma undrabörn reglulega fram og láta ljós sitt skína. Snilligáfa Mikhails litla felst í taflmennsku og í þættinum atti hann kappi við fyrrverandi heimsmeistara og Íslandsvin, Anatólí Karpov. Sá stutti stóð sig vel og brást á aðdáunarverðan hátt við ýmsum hótunum heimsmeistarans, að minnsta kosti miðað við ungan aldur. Styrkleikamunurinn var þó nokkur enda er Karpov enn afar sterkur stórmeistari skák.

Grét eftir tap

Heimsmeistarinn fyrrverandi var sýnilega uppnuminn yfir hæfileikum drengsins og svo fór að hann bauð guttanum jafntefli, þrátt fyrir að vera með betra tafl. Því hafnaði Mikhail litli snarlega en svo fór að lokum að hann féll á tíma og tapaði skákinni. Hann tók þá í útrétta hönd heimsmeistarans fyrrverandi en fór síðan að lokum að hágráta og kallaði á mömmu sína sem kom að vörmu spori.

Sá stutti tapaði skákinni þegar hann féll á tíma.
Gegn heimsmeistara Sá stutti tapaði skákinni þegar hann féll á tíma.

Eftir að hafa jafnað sig í stutta stund þá tók sá stutti gleði sína á ný og hlaut áritaða skákbók að gjöf. Þá var skákþraut varpað upp á stóran skjá þar sem hvítur átti að máta í þremur leikjum. Sá stutti leysti verkefnið auðveldlega. Því var fylgt á eftir með tveimur mun erfiðari þrautum og hinn þriggja ára gamli Mikhail leysti þær nánast án umhugsunar.

Ljóst er að skákáhugamenn þurfa að leggja nafnið Mikhail Osipov á minnið.

Hér má sjá myndbandið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði