fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Naomi Campbell andlit snyrtivörumerkis í fyrsta sinn 48 ára gömul

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naomi Campbell hefur verið ein af vinsælustu og launahæstu fyrirsætum heims í 33 ár, eða frá því hún var uppgötvuð 15 ára gömul.

Hún hefur gengið tískupallana í flíkum eftir eftirsóttustu fatahönnuði heims, setið fyrir á óteljandi forsíðum glanstímarita, leikið í tónlistarmyndböndum og sett 16 ilmvötn í eigin nafni á markað, svo fátt ei sé talið, en hún hefur aldrei verið andlit snyrtivörumerkis. Það er þar til núna, en Campbell er andlit NARS, franska snyrtivöruframleiðandans, en hún og François Nars, stofnandi merkisins, hafa verið vinir til fjölda ára.

https://www.instagram.com/p/BrlOAknn0-9/

„Það er mikill heiður fyrir mig að vera andlit NARS, merkis sem ég hef átt gott samband við í öll þessi ár. Við François erum eins og fjölskylda,“ segir Naomi í samtali við breska Vogue.

„Naomi er lifandi goðsögn og hefur sterkan persónuleika fyrir framan myndavélarlinsuna. Ég hef þekkt hana frá því hún byrjaði í bransanum og við erum eins og fjölskylda. Ég dáist af henni, fegurð hennar og stíl.“ segir François Nars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu