fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Baltasar leiðbeindi syni sínum í kynlífssenu: „Ég hafði meiri áhyggjur af stúlkunni heldur en honum“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður leikstýrði tveimur sonum sínum í annarri þáttaröð af Ófærð, þeim Baltasar Breka og Stormi Jóni. Fyrstu tveir þættirnir voru forsýndir í Bíó Paradís á dögunum þar sem aðstandendur og gestir kíktu við, en Baltasar leikstýrði þeim fyrsta og síðasta í þáttaröðinni.

„Okkur vantaði lítinn djöful í hlutverk, strák sem er sætur en óþekkur,“ segir Baltasar í samtali við RÚV og vísar til Storms,  en á undan því tekur hann fram að hann hafi áður leikstýrt nafna sínum í fyrri seríunni. Stormur tekur undir það að gegna hlutverki „lítils djöfuls“ í Ófærð.

Aðspurður hvernig er að leikstýra sonum sínum segir Baltasar að það hafi verið hreint frábært og bætir við að maður kynnist börnum sínum á annan hátt þegar starfað er með þeim. „Þá eru tveir jafningar sem mætast og þú þarft að mæta þeim á þannig grundvelli, en ekki sem pabbi þeirra,“ segir Baltasar.

Baltasar Breki tekur fram að það hafi verið skrítið hafi að láta pabba sinn leikstýra sér: „Mér var kannski ekki mikið leikstýrt af honum í þessari seríu en áður leikstýrði hann mér í kynlífssenu,“ segir hann kátur. „Ég þurfti aðeins að leiðbeina honum í þeim málum,“ skýtur Baltasar Kormákur inn, „en við komumst í gegnum það. Ég hafði meiri áhyggjur af stúlkunni heldur en honum, en við reyndum að gera þetta eins fallega og við gátum.“

Hann bendir á að Ugla Hauksdóttir hafi fengið þann heiður að leikstýra kynlífssenum Storms Jóns í nýju seríunni, „þannig að hann þurfti ekki að fara í gegnum þau vandræði,“ segir hann. Stormur fullyrðir að hann hafi verið afar feginn að pabbi hans leikstýrði sér ekki í ástarsenum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli