fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Flateyjargátan tilnefnd fyrir besta handritið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 11:00

Margrét Örnólfsdóttir Mynd: Yrsa Roca Fannberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Örnólfsdóttir hefur verið tilnefnd til Nordisk Film- og TV Fond-verðlaunanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í ár, fyrir besta handritið í flokki sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum fyrir handritið að Flateyjargátunni.

Margrét hefur undanfarin ár skrifað handritin að mörgum af vinsælustu sjónvarpsþáttum landsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Nordisk Film og TV Fond veita verðlaun fyrir framúrskarandi handrit.

Sigurvegarinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 30. janúar 2019.

Dómnefndina í ár skipa finnska leikkonan Laura Birn, sænski leikarinn Alexander Karim, blaðamaðurinn og framleiðandinn Christina Jeurling Birro og breski ráðgjafinn og framleiðandinn Justin Judd.

Flateyjargátan er leikstýrð af Birni B. Björnssyni og framleidd af Reykjavík Films og Sagafilm. Þáttaröðin var frumsýnd á RÚV í nóvember og hafa þættirnir þegar verið seldir til allra norðurlandanna. Sky Vision er dreifingaraðili Flateyjargátunnar á heimsvísu.

Um Flateyjargátuna: Árið 1971 ferðast Jóhanna á æskuslóðir sínar í Flatey til þess að ganga frá málum eftir andlát föður síns. Hún tekur upp þráðinn við rannsókn hans á Flateyjargátunni, gátu sem tengist Flateyjarbók og hefur verið óleyst í 600 ár. Við rannsóknir sínar flækist hún í morðmál og neyðist til þess að takast á við drauga fortíðar til þess að sanna sakleysi sitt.

Hér má sjá aðrar tilnefningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli